Einkunnir
Í gær fékk ég einkunninar mínar og meðal þeirra var 10 fyrir sálfræði! Það er ekki oft sem ég hef fengið hreina tíu fyrir "alvöru" bóklegt fag - reyndar held ég að það hafi bara gerst einu sinni áður á menntaskólagöngu minni, og var það fyrir bókmenntir og ljóð í ensku. Ég er þess vegna mjöööög glaður.
Í gær fór ég svo í starfsmannapartý með Eymundssonliðinu. Ég var búinn að ákveða að vera á bíl og sóber og svona, en snemma kvölds ákvað ég (með hjálp Katrínar, samstarfskonu minnar) að ég skyldi fara heim og sækja mér eina hvítvínsflösku. Ekki sé ég eftir því enda var kvöldið meiriháttar skemmtilegt. Við enduðum á Sólon, þar sem var frekar sveitt stemning, en samt gaman.
Núna bíð ég bara eftir símhringingu sem segir mér hvort, hvenær og hvar ég á að kafa í köldum hafsjó. Ég veit ekki hvort ég á að vera spenntur eða hræddur ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home