Próflestrarfrí
Ég er ekki búinn að vera mjög duglegur að nota próflestrarfríið í próflestur, en það mun breytast strax eftir þessa færslu. Ég lofa því. Í alvöru. Það er bara svo erfitt að fá sig til að byrja að lesa um félagsfræði ... ughhh ...
Svo er maður náttúrulega ennþá soldið high eftir afmælisveislu dauðans sem var haldin hérna á föstudaginn. Það eru, skal ég segja ykkur, ekki margar afmælisveislur sem eru afmælisveislur dauðans, en þessi var svo sannarlega ein af þeim. Hljómsveitin The Plutons hreinlega tryllti lýðinn með magnaðri dagskrá en hápunktur kvöldsins var án efa gjöfin frá Siggu og Fríðu - eða öllu heldur umbúðirnar. Þið fáið kannski að sjá myndir af því á næstunni ef Siggu tekst að senda mér þær.
Svo fórum við Dagga og Baldvin upp á SkjáEinn í gær að hitta "nýju fjölskylduna". Þetta var allt svaka næs lið. Ég held að veruleikinn hafi steypst yfir mig þegar Sirrý birtist og fór að spjalla við okkur á kammó-nótum. Þetta verður spennandi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home