Vika dauðans
... tekur nú við ... því miður. Skólinn er bókstaflega að drepa mig! Ég afsaka litla bloggun (ahemm ... veit ekki hvort ég þarf nokkuð að afsaka ... er einhver að lesa þetta?!) en samt sem áður er ég búinn að sjá fullt af myndum. Gaman gaman. Þar ber hæst að nefna KILL BILL Vol. 1 sem er náttúrulega bara æðisleg mynd í sjöunda veldi. Ég elska sérstaklega Daryl Hannah ... hún er übercool. Og Quentin Tarantion fær plús frá mér fyrir að koma inn smá tribute til Dario Argento með því að fá lánað flottasta skotið úr OPERU (sem er btw. uppáhalds Argento myndin hans Tarantinos :P) Ég elska Dario Argento.
Og ég er búinn að vera með TWISTED NERVE themeið hans Bernard Herrmanns á heilanum síðan ég sá myndina. Ógisslega flott. Önnur flott Herrmannísk tónlist er í myndinni ARMY OF DARKNESS, eða The Medival Dead, sem er þriðja og jafnframt skemmtilegasta Evil Dead myndin. Þar berjast Joe LoDuca og Danny Elfman um tónlistina og hafa báðir vinninginn. March of the Dead eftir Elfman er flott stef, en það sem LoDuca samdi er í trailernum fyrir CUTTHROAT ISLAND og ég varð ástfanginn af þeirri tónlist the moment I heard it ... Bruce Campbell er líka bara guðlegur leikari og óeðlilega fyndinn.
Svo ákvað ég að festa kaup á INDIANA JONES safnið í dag, áður en það hækkar í verði. Get samt ekki horft á myndirnar fyrr en eftir Viku Dauðans ... ohhhh ... djöfull. Hlusta bara á Fleetwood Mac og Tracy Chapman á meðan ég skrifa sálfræðiritgerðina og bíð þess að geta lifað aftur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home