10/18/2003

Whoa ...

Já, ég get bara ekki annað sagt en "whoa ..."

Ég var að enda við að lesa núll-stjörnu gagnrýni Roger Ebert á endurgerðinni af The Texas Chain Saw Massacre (sem heitir reyndar The Texas Chainsaw Massacre ...) og maðurinn tók myndina virkilega illa í gegn. Mér leið bara illa fyrir hönd þeirra sem gerðu myndina. Og þetta kom sérstaklega á óvart þar sem þetta er fyrsta neikvæða gagnrýnin um þessa mynd sem ég hef lesið! Flestir virðast vera vel sáttir við endurgerðina (eitthvað sem gerist ekki oft) svo það kemur ekki á óvart þótt maður sjokkerist þegar maður les: "The new version of "The Texas Chainsaw Massacre" is a contemptible film: Vile, ugly and brutal. There is not a shred of a reason to see it. " ... sem þýðir náttúrulega á mannamáli að ég hreinlega VERÐ að sjá hana núna!

Áðan fór ég á Spy Kids 3D í bíó með systur minni og litla frænda. Ég verð bara að viðurkenna að þessi mynd kom mér soldið á óvart - hún var bara rosalega skemmtileg. Ég var alveg að fíla það þegar krakkarnir surfuðu á bráðnu hrauni í þrívídd - leið eins og litlum krakka, voða voða gaman. Veit samt ekki hvort þrívíddin sé framtíðin ... var samt flott á köflum.

Svo keypti ég mér The Evil Dead Trilogy í gær - þrjár æðislegar myndir í einum pakka! Sérstaklega er Army of Darkness mergjuð, enda endlaust hægt að quota úr henni: "Yo! She-bitch!"

Quote dagsins: "Shop smart. Shop S-Mart!"

ps. er svo búinn að bæta Söndru inn á linkalistann :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home