10/07/2003

Veikindi

Sem betur fer eru þau búin! Síðustu rúmu vikuna hef ég ekki getað talað né borðað vegna "sýkingar í hálskirtlum". Var vægast sagt ógeðslegt. Er núna önnum kafinn við að koma lífinu aftur á rétt ról - hef t.d. misst af ÖLLU í skólanum. Var að lesa yndislega ljóðabók eftir Kristínu Ómarsdóttur - Lokaðu augunum og hugsaðu um mig - og reyni nú að finna eitthvað um þessa mögnuðu konu til að setja í heimildarskrá ... tough luck ... Æi, samt, þegar maður er að hlusta á White Flag með Dido og veit að Christine eftir Stephen King bíður manns eftir bara smá meiri lærdóm, þá líður manni betur :)

Annað sem veikindi gera manni er að þau neyða mann til að horfa á ógrynni af videoi. Ég er búinn að horfa á tonn af myndum um helgina. Nenni ekki að fara í þær í e-um smáatriðum, svo þið fáið bara smá mini-reviews:

* The Texas Chain Saw Massacre: Úlalla! Ég er orðinn ástfanginn af 70s horror-explotation-myndunum! Æðisleg mynd fyrir þá sem geta haldið hana út. Næst verður The Hills Have Eyes ...

* Death to Smoochy: Ekki eins fullkomin og War of the Roses, sem Danny DeVito leikstýrði líka, en hvernig er ekki hægt að fíla mynd um geðbilaðan trúð sem reynir að drepa staðgengil sinn?

* Copycat: Allsvakalega "elegant" spennutryllir með goðinu mínu, henni Sigourney Weaver, í aðalhlutverki. Holly Hunter er líka kúl. Frekar vel heppnuð og skemmtileg mynd if u ask me.

* House of 1000 Corpses: Drasl á heimsmælikvarða. Og þessi mynd var umtöluð?! Ég get ekki neitað því að sem aðdáandi blóðs og ógeðs þá fílaði ég HO1C á köflum, en horfið frekar á Texas Chain Saw aftur ...

* Joy Ride: Virkilega góð, skemmtileg og spennandi mynd. Hljómar í fyrstu eins og hún gæti verið mesta drasl, en John Dahl er snillingur og leikararnir hans allir góðir. Með betri spennumyndum síðari ára.

* Titus: Ef hún væri ekkert annað, þá væri Titus merkileg fyrir það að vera flottasta Shakespeare-mynd sem gerð hefur verið. Fact. Fólk er reyndar ósammála um gæðin sjálf. Að mínu mati er hún líka besta Shakespeare-mynd sem gerð hefur verið. Kenneth Branagh má drepa fólk úr 4-tíma leiðindum og Baz Luhrmann má eiga sinn útúrpoppaða-kinetíska stíl. Julie Taymor, hinsvegar, hitti naglann á höfuðið.

* The Devil's Backbone: Frá leikstjóra "Blade 2" gargar coverið á DVD-disknum mínum. Ekki það að það sjáist ef maður ber myndirnar saman. Á meðan Blade 2 var ljót og leiðinileg þá er The Devil's Backbone virkilega flott og vel heppnuð draugamynd.

* Brotherhood of the Wolf: Oh hvað ég hata þessa mynd. Hún er alveg ógeðslega flott og lofar svo góðu í byrjun að maður verður bara helmingi pirraðri þegar maður kemst að því að ekki aðeins er myndin heimskulega og illa skrifuð, heldur er hún líka endalaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home