10/14/2003

Skammdegisþunglyndi?

Oj hvað ég er eitthvað óendanlega latur. Ætli þetta sé ekki bara skammdegið? Veitiggi ...

Ég hef ekki farið í bíó í grilljón ár og ekki að undra - það er nákvæmlega EKKERT skemmtilegt í bíó. Næsta helgi verður reyndar athyglisverð. Ekki bara kemur Kill Bill í bíó, heldur fer ég líka með frænda mínum og systur minni á Spy Kids 3D. Ég er lúmskt mjög spenntur að sjá Spy Kids 3D bara vegna þess að mig langar svo að sjá þrívíddarmynd í bíó og hefur langað til síðan ég var svona 4 ára. Heppið fólkið sem gat farið á Jaws 3D eða Freddy's Dead The Final Nightmare í bíó!

Hef samt horft á einhverjar myndir ...

* Matrix Reloaded: Sko, ég ætla bara að fara out on a limb hérna og lýsa því yfir að mér finnst þetta æðisleg mynd. Hún er ekki eins æðisleg og fyrri myndin, en æðisleg samt. Persónulega finnst mér skemmtilegra að hlusta á allt bullið í karakterunum heldur en að horfa á þá kung-fuast eitthvað. Og bardagaatriðin í þessari mynd voru frekar þreytt ... hasaratriðin hinsvegar ... úff marr ... er ennþá að jafna mig eftir bílaeltingarleikinn!

* The Hills Have Eyes: Mynd nr. 2 eftir Wes Craven á eftir hinni über-umdeildu Last House on the Left. Hills er ekki næstum því jafnhrottaleg og sú mynd, en er samt frekar nasty á sinn hátt. Týpísk amerísk fjölskylda lendir í klónum á mannætum í amerískri eyðimörk. "The lucky ones died first" segir slagorðið okkur (elska 70s explotation mynda slagorð: Last House var með "To avoid fainting keep repeating: It's only a movie ... it's only a movie ..." og Texas Chain Saw Massacre: "Who will survive and what will be left of them?!") og segir ykkur nákvæmlega hvort þið eigið eftir að fíla þessa mynd eða ekki. Svarti húmorinn hans Cravens og skemmtilegu þjóðfélagspælingarnar hans eru heldur ekki langt undan fyrir þá sem vilja meira substance :)

* Panic Room: Og fyrir þá sem vilja nákvæmlega ekkert substance, þá er Panic Room rétta myndin. Eða kannski ekki. Gerð af leikstjóra sem augljóslega telur sig yfir myndina hafinn er Panic Room svaka flott og jafnvel svaka spennandi en lifnar aldrei við. Fincher ofgerir "ósýnilegu" tæknibrellunum og ég einfaldlega fatta ekki hvað hann var að gera með að leikstýra þessari mynd þar sem það er svo greinilegt að honum finnst hún ekki nógu góð fyrir egóið sitt. En fyrir þá sem nenna ekki að spá í svoleiðis og vilja bara spennandi mynd, þá er Panic Room góð til síns brúks.

* Börn náttúrunnar: Þá er maður loksins búinn að sjá hana þessa og tími kominn til! Þó svo ég geti ekki ausað yfir myndina lofsyrðum og dregið til baka allt sem ég hef sagt um íslenskan kvikmyndaiðnað, þá verð ég að viðurkenna að a.m.k. er ég ennþá að hugsa um þessa mynd í dag sem er meira en ég get sagt um Hafið ... Flott, sæt og dularfull mynd sem gerir aðeins of mikið í því að þykjast hafa svakalega djúpan boðskap.

Quote dagsins: "If one good deed in all my life I did, I do repent it from my very soul."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home