10/01/2003

So sorry

Já, ég vil afsaka lélega bloggun. Annríki og veikindi hafa ollið því að ég hef ekki birt neitt nýtt hér í háa herrans tíð! Ég ætlaði að bæta þetta með hvorki meira né minna en þremur gagnrýnum, en get því miður bara birt eina að sinni. Þið megið þess vegna búast við umfjöllunum um The Texas Chain Saw Massacre, Death to Smoochy og jafnvel Copycat hérna á næstunni.

In the meantime, here's The Life of David Gale:

Hvað skal segja ... ég hreinlega bara veit það ekki. The Life of David Galer búin til af miklu hæfileikafólki - Alan Parker hefur gert fleiri en eitt meistaraverk og leikarar á borð við Kevin Spacey, Kate Winslet og Laura Linney stíga sjaldan feilspor. Samt sem áður virðist eins og flestir séu að líta á "Gale" sem stórt feilspor. Virkilega, virkilega stórt feilspor.

Ég heyrði fyrst um þessa mynd þegar ég las núll-stjörnu gagnrýni Roger Eberts á henni. Já, núll stjörnur. Það er einkunnin sem hann tekur yfirleitt frá fyrir myndir á borð við Freddy Got Fingered ... Áhugi minn var semsagt vakinn ... og svo get ég ómögulega sleppt því að sjá eitthvað með uppáhaldsleikkonunni minni, henni Lauru Linney!

Myndin fjallar um David Gale (Kevin Spacey), háskólakennara og overall næs gæ sem verður fyrir því óláni að nánustu samstarfskonu hans, Constance Harroway (Laura Linney) er nauðgað og hún svo myrt í kjölfarið. Allt bendir til þess að Gale hafi staðið að morðinu og þrátt fyrir mótmæli hans er hann dæmdur til dauða. Og kaldhæðnin í málinu? Gale og Harroway, ásamt því að vera kennarar, voru helstu og háværustu andstæðingar dauðarefsingar í Texas!

Þremur dögum fyrir aftökuna er súperblaðakonan Bitsey Bloom (Kate Winslet) fengin til að taka viðtal við Gale og - surprise! - ekki líður á löngu þar til hún er farin að trúa á sakleysi Gale og reynir að hjálpa honum að sanna það ...

Ég held að auðveldast sé að fjalla um The Life of David Gale með því að telja upp kostina og gallana, því það er margt að telja upp ...

Kostirnir ...

* Hún er vel leikin. Ofsalega, ofsalega vel leikin. Ef ekki væri fyrir gallana, sem ég fer í hér á eftir, þá væri leikurinn í þessari mynd á óskarskvarða. Best er náttúrulega Linney, en Spacey og Winslet eru líka mjög góð.

* Hún er skemmtileg. Alan Parker er mikill fagmaður og kann bæði að taka upp og klippa myndirnar sínar. Þrátt fyrir nokkur frekar pirrandi "montage" sem splæsuð eru inn í myndina á einstaka stöðum, þá er vel haldið um myndina tæknilega séð.

* Hún vekur mann til umhugsunar. Eiginlega eru bæði stærsti kosturinn og gallinn við myndina sá sami. Greinilegt er að þeir sem gerðu "Gale" eru á móti dauðarefsingunni og ganga þeir alla leið til að koma því á framfæri. Umræður eftir myndina eru óumflýjanlegar og það er meira en flestar aðrar myndir geta sagt.

Og gallarnir ...

* The Life of David Gale er, þrátt fyrir fagmennskuna, ein vitlausasta og heimskulegast gerða mynd sem ég hef séð lengi. Þegar ég sagði að einn stærsti galli (og kostur) myndarinnar væri hversu mikið hún er á móti dauðarefsingunni, þá meinti ég það. Sko, ég er mjög fylgjandi því að kvikmyndagerðarmenn viðri skoðanir sínar í myndum sínum og hrósa ég þeim fyrir það ef þeir fara ekki í felur, en fyrr má nú vera! Boðskapnum í þessari mynd er hamrað svo hrikalega mikið inn í okkur að það vaðrar við móðgun og leiðin sem farin er til að koma skilaboðunum áleiðis er ekki bara afskaplega smekklaus, heldur alveg ótrúlega yfirgengileg. Þessi mynd skýtur svo langt yfir markið að það er ekki nokkur leið að hægt sé að taka hana eins alvarlega og hún vill.

* Ég þoldi ekki að myndin breyttist skyndilega úr vönduðu drama (já, eða svona þar um bil) yfir í háspennumynd á völdum stöðum. Og það sem verra var, var að gírskiptingin var virkilega augljós. Stundum fannst mér ég vera að horfa á aðra mynd!

* The Life of David Gale þjáist af Tónlist Dauðans sem lýsir sér í því að á völdum stöðum í myndinni (oftast þegar myndin breytist í spennumynd) verður tónlistin mjög áberandi og ekki á góðan hátt.

* Tilgangslausu aukasögurnar, eins og nemandanauðgunin og viðbrögð eiginkonunnar við því, gegndu engu hlutverki öðru en því að kreysta einhver viðbrögð úr áhorfendum. Það sem kaninn myndi kalla shameless audience manipulation!

* Kúrekinn sem hlustar á óperur ... ughhh ...

* Og það næstversta, strax á eftir því hversu heimskulega myndin var gerð, er það að allar lausnir í þessari mynd voru óþolandi auðveldar. Allar persónurnar fengu allar sínar upplýsingar færðar á silfurfati og komust að öllum niðurstöðum fljótt og áfallalaust. T.d. er kaldlynd og harðneskjuleg persóna Kate Winslet farin að trúa David Gale löngu áður en áhorfendur eru búnir að fá nægar upplýsingar til að dæma sjálfir!

Ég dáist að Paker fyrir að hafa gert myndina eftir sínu höfði og ekki dregið úr ádeilunni, en hefði handritið verið aðeins betra og aðeins minna over-the-top þá væri David Gale frábær mynd. Kannski ekki alveg Dead-Man-Walking-kalíber, en svona næstum því. Ég meina, það var engin Laura Linney í Dead Man Walking ...

Er betri en ...
* The Last Dance. Epíska stórmyndin með Sharon Stone og Rob Morrow var heimsfrumsýnd á Íslandi og komumst við því fyrst að því hversu virkilega léleg myndin var. Gleði gleði gleði.
* Murder in the First með Kevin Bacon. Ok, þessi mynd á sína fylgjendur en ég hef bara aldrei fílað hana. Leiðinleg mynd.

Er miklu, miklu, miklu verri en ...
* Dead Man Walking. Háværustu líberalarnir í Hollywood, þau Susan Sarandon og Sean Penn, fara hreinlega á kostum í þessari mögnuðu og dramatísku mynd. Kemur boðskapnum sem David Gale reyndi að berja inn í okkur á framfæri auðveldlega.
* The Shawshank Redemption. Ok, kannski ekki death-row mynd per se, en gerist í fangelsi. Og er góð. Og er með öðrum Hollywood líberalista, honum herra Sarandon, Tim Robbins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home