11/17/2005

Ótrúlegt en satt

Í dag þegar ég var að labba heim úr skólanum var ég að hlusta á lag af nýja disknum hennar Sheryl Crow, Wildflower, á iPodnum mínum. Þegar ég geng inn í íbúðina slekk ég á iPodnum og tek af mér eyrnatólin ... en af einhverjum undarlegum ástæðum heyri ég lagið halda áfram, aðeins lægra. Ég tékka á iPodnum til að athuga hvort ég hafi ekki örugglega slökkt á honum. Jú, hann er hættur að spila. En lagið heldur áfram. Ég lít í kringum mig. Geislaspilarinn okkar er í gangi. Baldvin er að spila diskinn hennar Sheryl Crow, sama lag ... og það er á NÁKVÆMLEGA SAMA STAÐ OG Í iPODNUM MÍNUM! Ekki grín - það rúllaði hreint og beint í gegn með engu hiki.

Ég sé heiminn á nýjan hátt eftir þetta magnaða atvik.

1 Comments:

At 8:32 e.h., Blogger Atli Sig said...

Þetta verður pottþétt atriði í fyrstu bíómyndinni þinni. Það er segja ef ég stel þessu ekki frá þér! :D

 

Skrifa ummæli

<< Home