11/29/2005

Scorpions

Þið ykkar sem misstuð af myndbandinu sem ég og Bryndís Jónatans gerðum við lagið Scorpions með Isidor geta dánlódað því hérna! Þið þurfið kannski að horfa á það í VLC - ég gat a.m.k. ekki spilað það með Quicktime - en ef þið eigið ekki VLC fyrir þá þurfið þið að eiga það!!!

Ég var ekki búinn að horfa á þetta myndband í nokkuð langan tíma, en við gerðum það í byrjun ársins. Núna þegar smá tími er liðinn er ég kannski ekki aaaaalveg eins ánægður með það og ég var þá, en það er ýmislegt flott í því. Ef við hefðum gefið okkur aðeins meiri tíma í upptökur (við tókum upp í, hvað, 3 daga?) þá hefði þetta getað orðið megaflott. En eins og það er þá er það bara flott. Freydís og Arna, aðalleikkonurnar tvær, eru sérstaklega flottar!

En endilega kíkið á vídjóið og síðuna hjá strákunum í Isidor, þeir eru afskaplega góðir strákar!

2 Comments:

At 3:50 f.h., Blogger Atli Sig said...

Þetta er alls ekki slæmt hjá ykkur. Ágætis byrjun ef svo má kalla :)

 
At 11:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jóla hvað?
JÓLABALL SAMTAKANNA '78!!!

Samtökin '78 halda Jólaball á Kaffi Reykjavík
laugardagskvöldið 17. desember!

Fjörið hefst klukkan 23:00 og stendur linnulaust
fram á rósrauðröndóttan morgun!

Fyrir dunandi dansi leikur enginn annar en stuðboltinn
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON vélaður frábærri tónlist og
glæsilegu ljósa-showi!

Afsláttur til félaga í Samtökunum '78 og FSS og allra
annara sem mæta í jólasveina- og jólameyjabúning!

 

Skrifa ummæli

<< Home