10/27/2005

Heimsbókmenntatékklisti #1

Don Kíkóti eftir Cervantes- check
Hjarðljóð og búnaðarbálkar Virgils - check
Satýrikon eftir Petróníus- check
Ástarljóð Óvídíusar - check
Pride & Prejudice - check
Brúðuheimili Ibsens - check
The Stand eftir Stephen King - check
auk ótal brota og búta úr öðrum þekktum verkum. Gott að halda svona skrá til að sýna öðrum hversu menningarlegur maður er. +0( (fyi þá er þetta ælu-broskall, í þeirri merkingu að ég er að æla yfir þá hugmynd að maður verði að sýna öðrum hversu menningarlagur maður sé. Eða hvað? Er þetta kannski kaldhæðni? Öfug kaldhæðni? Dramatísk kaldhæðni? Haldkæðni? Handklæði?)

...

Annars er Hryllingsmyndamaraþonlistinn minn farinn að fá mynd. Eins og allir vita þá er 31. október, a.k.a. Hrekkjavaka, á mánudaginn næsta og þess vegna ætla ég að liggja í hryllingsmyndum allan laugardaginn. Glöggir muna kannski eftir því að mig langaði óstjórnlega mikið til að gera þetta á sama tíma í fyrra en þá þurfti ég að vinna. Ekkert svoleiðis bögg um þessa helgi!

Myndirnar sem horft verður á eru eftirfarandi:

Arachnophobia - Besta kóngulóamynd allra tíma. Óóóóóógeðsleg!
Friday the 13th - Fyrsta myndin og jafnframt sú besta. Já ... "besta" ... alltaf gaman að horfa á hana. Svo er hún líka UNCUT! Úje!
In the Mouth of Madness - Þetta er svona "crazy" mynd kvöldsins. Mest scary í heimi til að byrja með og svo bara frekar hallærisleg ... En alveg þess virði!
House of Wax - Já þetta er endurgerðin. Já mér fannst hún skemmtileg. Já Paris Hilton er í henni. Nei mér fannst hún ekki leika illa. Já ég hata hana samt.
Black Sabbath - Ég ætla a.m.k. að horfa á þessa svo kannski maður byrji á henni? Þrjár stuttar ítalskar hrollvekjur eftir Mario Bava.

Svo langar mig náttúrulega ekki að halda hryllingsmyndakvöld án þess að horfa á Argento, svo ég fer kannski betur yfir myndirnar hans. Og eru það ekki lög að horfa á Halloween?

Ef ykkur langar að njóta hryllingsmynda allan laugardaginn, látið mig vita og kíkið í heimsókn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home