10/21/2005

Jón er kominn heim

Loksins! Loksins er ég losnaður úr þessu þriggja vikna helvíti sem kallast "ekki-nettengdur" og er nú kominn online for good! (7-9-13).

Þar sem ég var víst búinn að lofa fólki (og sjálfum mér) að byrja aftur að blogga þegar þessum merka áfanga væri náð, þá verð ég víst að standa við það, þó svo ég leyfi mér að efast um að fagnaðarerindið berist út fljótt þar sem ég hef í raun og veru ekki bloggað í háa herrans tíð.

Eins og er er ég staddur í lok verkefnaviku í Háskólanum, búinn að læra fullt en samt ekki nóg, og sé fram á stanslaust stuð um helgina, enda er þetta vinnuhelgin mín og hvar skemmtir maður sér betur en í vinnunni? Ha? Haaaaaa?!?!?!?!

Í gær fór ég að sjá Andreu Gylfa syngja uppi í Samtökum og það var megastuð. Sérstaklega var gaman vegna þess að fyrr um kvöldið hafði verið Gay Day hjá FSS og þau buðu upp á frían bjór fyrir meðlimi. Þar sem aðeins þrír meðlimir mættu lungann af kvöldinu þá var stöðugt verið að rétta mér nýjan bjór, sem var auðvitað ágætt og gott fyrir budduna.

Svo sömdum ég og Birna nýjan texta við lagið "Jón er kominn heim":

Ég er feit og ég er ljót
Jón er kominn heim!

Finnst ykkur þetta ekki eiginlega betrumbæting?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home