10/21/2005

Hugleiðingar á meðan hlustað er á "You're Speaking My Language" með Juliette and the Licks

Mér finnst það svolítið sniðugt það sem plötuútgefendur eru byrjaðir að gera í auknu mæli núorðið - að gefa út geisladiska með aukaefni. Þetta er svolítið svipað og hugmyndin á bakvið aukaefnið á dvd-diskum, þ.e. áhorfendur fá tækifæri til að skyggnast á bakvið geisladiskagerðarferlið, en ég held að þessi mikla aukning núorðið sé vegna þess að það verið að kópera alla nýja diska til helvítis.

Aukaefnið, þó svo hægt sé að kópera það líka, gerir kaupin á plötunni þess vegna aðeins meira aðlaðandi, fyrir utan það að hægt er að hlusta á suma diska í 5.1 surround og alles. Ég er allavega mjög hrifinn af þessu framtaki og finnst það miklu betra en helvítis Copy Protection draslið sem er ekkert annað en mannskemmandi. Ég sver það, ég hugsa mig tvisvar um að kaupa disk ef hann er copy protected - þá get ég ekki sett hann inn á iPodinn nema með miklum erfiðismunum! Hvað varð um notendavænar vörur?

Annað sem ég er að fíla mjög mikið, í svipuðum dúr, eru DVD-diskar með tónleikum. Þar sem við Íslendingar fáum sjaldnast tækifæri til að sjá tónleika með uppáhalds erlendu hljómsveitunum okkar þá eru þessir diskar mjög tímabærir og yndislegir. Kannski ekki sama orkan og sama stuðið og á alvöru tónleikum, en næstum því ...

Ég á nú ekki marga svona diska (e-a með Fleetwood Mac, eina Stevie Nicks tónleika frá '87 og svo Tori Amos að spila á tvö píanó í einu) en mig langar að bæta í safnið. Langar t.d. mjöööög mikið í Goldfrapp live (Wonderful Electric) og líka Scissor Sisters diskinn sem inniheldur e-r myndbönd. Og af hverju eru ekki til fleiri Tori Amos diskar? Og hvar eru Tusk og Mirage tónleikaferðirnar með Fleetwood Mac? Myndbandasöfn eru líka svöl. Eins og við má búast frá mér þá á ég Greatest Hits-safnið með Sheryl Crow og mig langar óeðlilega mikið í Ultimate Kylie myndböndin ...

Annars bíð ég spenntur eftir að fá Dual Disc-útgáfuna af Extraordinary Machine með Fionu Apple - loksins, loksins fæ ég að sjá hana live! Sem er afrek í sjálfu sér vegna þess að stúlkukindin spilar helst ekki live! Ég var hins vegar ekkert sérlega spenntur fyrir Deluxe-útgáfunni af Wildflower með Sheryl Crow, enda var hann svolítið dýr. Nú hef ég samt horft á aukaefnið á The Beekeeper með Tori Amos og einnig á So-Called Chaos með Alanis Morisette og svei mér þá ef ég fílaði ekki diskana betur eftir það. Það er bara eitthvað svo töfrandi við það að sjá uppáhaldslistamennina sína tala um verk sín eða flytja þau án allra milliliða.

Djöfull langar mig á tónleika í kvöld! :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home