10/31/2005

Happy Halloween!

Innflutningspartý og hryllingsmyndamaraþonpartý heppnuðust bæði vonum framar, þrátt fyrir slæmt veður á föstudaginn. Ég skil það mjög vel og fyrirgef fullkomlega þeim sem ekki komust vegna færðar, en það var eiginlega bara ágætt því ég bauð allt of mörgum hvort eð er ... hohoho.

Á laugardaginn fór ég ekki út úr húsi allan daginn. Vaknaði mjög seint, horfði á nokkra Desperate Housewives þætti (er að reyna að "catch-up" til að geta byrjað á nýju seríunni) og svo hófst hryllingsmyndatörnin. Þar sem ég var ekki búinn að horfa á sumar þessara mynda í smá tíma, þá komu sumar svolítið á óvart ...

Friday the 13th, t.d., kom mjöööög mikið á óvart. Ég var alveg búinn að steingleyma því, og hafði í raun og veru aldrei gert mér grein fyrir því, hvað þessi mynd er hrikalega léleg og leiðinleg. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég skrifaði færsluna hér að neðan. Og ég held að ég hafi í alvörunni ekki horft á þessa mynd síðan ég var 12 ára. Morðatriðin eru öll subbulega skemmtileg, en þessi mynd er aldrei spennandi og aldrei áhugaverð. Flest atriðin eru allt of löng og óklippt statísk skot af persónum að gera ekki neitt. Það er alveg magnað atriði nálægt endanum þar sem aðalpersónan, ein inni í kofa, fer að hita vatn. Eitt skot, óklippt, minimal hreyfing á myndavélinni, í svona 20 mínútur, af henni að hita vatn. Þetta gerist í LOKIN Á MYNDINNI þegar hún á að vera sem mest SPENNANDI! Guð minn góður, hvernig varð þessi mynd svona vinsæl?

Jú ... það er náttúrulega bláendirinn. "Kill her mommy ... kill her!" En yndislega hallærislegt!

Arachnophobia er drulluskemmtileg mynd. Það var alveg jafn gaman að horfa á hana í gær og fyrr í vikunni og ég get ekki sagt það um margar myndir. Hún er bara svo easy-going og skemmtileg. Fólkið sem horfði á hana var a.m.k. að fíla hana í tætlur!

House of Wax kemur á óvart! Hún er svo fagmannlega gerð. Leikararnir eru allir hryllilega lélegir ... NEMA aðalleikkonurnar tvær, þær Elisha Cuthbert og ... já ... Paris Hilton. Þær eru kannski ekki "góðar" en þær yfirgnæfa samleikara sína algjörlega. Svo er þetta svo nasty mynd. Eins og ég segi, kemur á óvart!

In the Mouth of Madness. Eins og ég sagði fyrr þá hefur endirinn á þessari mynd alltaf farið svolítið í taugarnar á mér, og reyndar allur seinni helmingur myndarinnar - eða frá því bærinn Hobb's End finnst. En ... í gær þá breyttist sú skoðun. Ef maður lítur á þessa mynd sem eina, stóra langa og óþægilega martröð þá virkar hún eiginlega. Gengur a.m.k. upp þar sem "rökrétta"-útgáfan gekk ekki upp. Þetta var a.m.k. í fyrsta skiptið sem ég hef horft á þessa mynd sem ég var alveg sáttur í lokin. Svo eru náttúrulega nokkrar senur í henni sem eru með því mest ógnvekjandi sem gert var á 10. áratugnum!

Lag dagsins: La Tortura með Shakhóru feat. Alejandro Sanz.
Myndband dagsins: La Tortura með Shakiru feat. Alejandro Sanz.
Setning dagsins úr myndbandi.is dagsins: "Yeah, at the gay club." - J. Ho í Get Right myndbandinu að vinna óendanlega marga samkynhneigða aðdáendur á sitt band! You go girl! :*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home