3/10/2004

Píanóhugleiðingar

Stóru mistökin í lífi mínu voru að læra ekki á píanó. Nú á síðari árum hef ég komið mér upp miklum áhuga á klassíska tónskáldinu Maurice Ravel sem ég tel vera einn mesta tónlistarsnilling fyrr og síðar. Ég get ekki sagt að ég hafi hlustað á gríðarlega mikið af klassískri píanótónlist, en Une Barque sur l'Ocean og Jeux d'eau eftir Ravel eru án efa tvo fallegustu píanóverk sem ég hef heyrt. Og svo var ég að uppgötva Gaspard de la Nuit sem byrjar t.d. alveg ótrúlega flott. Miðkaflinn er líka vel dramatískur. Ég hef ekki hlustað nógu mikið á síðasta hlutann til að geta sagt eitthvað um hann. Ég væri samt alveg til í að kunna t.d. Une Barque eða Jeux d'eau á píanói ... maybe in a million years ... sigh ...

Svo var ég í partýi á laugardaginn og hitti þar stelpu sem heitir Sólveig og spilar á píanó og fílar Ravel líka. Við áttum ýmislegt sameiginlegt, því það kom líka í ljós að hún fílar Tori Amos í botn og allir vita að ég elska Tori út af lífinu. Allaveganna, hún fór að segja mér frá Debussy svo ég er búinn að vera að hlusta soldið á hann núna. Arabesque eftir hann er t.d. allsvakalega flott verk. Ég er ennþá að leita að La Fille aux Chaveux de Lin en finn það ekki á netinu. Enda á því að kaupa þetta á disk ...

Ég væri líka mikið til í það að Sinfóníuhljómsveit Íslands myndi spila meira með Ravel. Það eina sem ég hef séð "live" með Ravel var þegar Sinfóníuhljómsveitin í Bern spilaði svítu 1 eða 2 úr Daphnis et Chloé á tónleikum með Vorblótum eftir Stravinsky (ógeðslega flott, btw.) Þá þyrsti mig í meiri Ravel. Daphnis et Chloé er nefnilega ótrúlega flott verk, þó svo sumum finnist það ekki. En sinfó á Íslandi er ekkert að spila mikið af Ravel, því miður ...

Og þeir sem fíla ekki 20. aldar píanóverk, þeir geta fundið sér Green Eyes með Erykuh Badu, sigurlagið í Söngkeppni MH um daginn, en það er allsvaaaaaakalega flott lag. Og 10 mínútur í þokkabót!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home