On the risk of sounding obnoxious ...
... þá held ég að ég, Fríða og Kristín séum með hæstu einkunnina fyrir sálfræðifyrirlestur, eða 9,4. Þetta byggi ég á þeirri staðreynd að María Magnús og Margrét fengu bara 9 og að mínu mati var þeirra fyrirlestur bestur af þeim sem ég hlustaði á. Fyrir utan okkar. Jess!
Samkvæmt teljaranum mínum þá er alveg heill hellingur að fólki að koma inn á síðuna mína með því að leita að einhverju um Leoncie og ummæli hennar í Íslandi í bítið hér um daginn. Ég hlustaði einmitt á útsendinguna alræmdu þar sem hún m.a. sagði kynnunum að "fokka sér", að hún væri hámenntuð tónlistarkona og að landsfrægur maður sem ber sama nafn og dönskukennarinn minn í Garðaskóla hafi reynt að nauðga henni. Ég býst við því að það sé að leita að frekari upplýsingum um þetta síðasta.
Nú veit ég ekkert um þetta mál annað en að þetta átti sér víst stað fyrir 12 árum í steggjapartýi þar sem Leoncie var fengin til að "dansa" "listrænan" "dans" (já, allar þessar gæsalappir eiga að vera þarna). Leoncie hefur valið sér afbragðsgóðan tíma til að koma með þetta upp á yfirborðið, ef maður á annað borð les DV að staðaldri. (Sem ég geri ekki). Leoncie bætti því einnig við að nauðgunásökunin væri með fullu lögmæt því Viktor, eiginmaður hennar, var viðstaddur þegar téð misnotkun á valdi átti sér stað. Nú spyr ég: hvað var maður stripparans að gera með henni í steggjapartýinu?! Þetta hljómar allt saman mjög skringilega ... Leoncie þarf að fara að passa sig. Þetta er ekki fyndið lengur.
Annars hef ég lítið að segja annað en það að þeir sem verða í bænum 23. apríl nk. eiga eftir að verða fyrir litríkri kærleiksárás. I say no more ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home