3/22/2004

Jææææææja!

Ég er kominn í alveg svakalegan lestrarfíling. Ég kláraði loksins The Waste Lands eftir Stephen King (Dark Tower bók nr. 3) um helgina og er mjög hreykinn af því, enda er bókin óhemju löng. En líka ógeðslega skemmtileg. ... and that is the truth (in joke! in joke!) Núna er ég að gera upp við mig hvað ég á að lesa næst ... Dark Tower bók nr. 4? The Da Vinci Code? The Name of the Rose? Hús andanna? Coraline? Ég gæti haldið áfram og áfram ... reyndar held ég að Da Vinci Code verði fyrir valinu, því ég er hvort eð er byrjaður á henni ...

En þar sem ég er á svona (hoho) menningarlegum nótum þá vil ég segja ykkur frá leikritinu sem ég sá í gær, Draugalest. Persónulega finnst mér að hæfilegra nafn á þetta leikrit væri Lestarslys, enda fær maður líklegast svipað mikla ánægju að horfa á svoleiðis og þetta leikrit. Þetta var, semsagt, frekar glatað. Fjórir menn sitja og tala um hluti sem tengjast ekki neitt í 90 mínútur. Og þeir eru ekki einu sinni að tala um neitt skemmtilegt. Ég er reyndar með nokkuð áhugaverða kenningu um hvað leikritið "þýði" í raun og veru, og það er soldið skemmtileg kenning, en breytir því ekki að leikritið sjálft var grútleiðinlegt. Að íslenskir leikarar skuli láta hafa sig út í svona!

Sá svo líka The Passion of the Christ á föstudaginn. Það er merkileg mynd. Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullkomlega ánægður með hana, en get heldur ekki neitað því að hún var virkilega sterk og áhrifarík. Annað er það að Monica Bellucci, sú ágæta leikkona, virðist vera haldin kvalalosta miðað við myndirnar sem hún leikur í. Fyrst Irréversible, svo Matrix-myndirnar og núna The Passion of the Christ?! Það er semsagt nóg að einhverjum sé misþyrmt ógurlega í myndinni til að Monica taki að sér hlutverk.

Það er líka gaman að því að spá í það hvort Hollywood geri það sem Hollywood gerir venjulega þegar mynd nær einhverjum aðsóknarmetum: geri framhald. Ég sé titlana alveg fyrir mér: The Passion of the Christ: Resurrection. Eða: The Passion of the Christ: The Second Coming. Jesus is back. And he's not in a forgiving mood! Starring The Rock as Our Lord and Saviour and Angelina Jolie as Mary Magdalene ... Ok ég skal hætta, því eins og Gunnar í Krossinum sagði, þá er framhaldið af The Passion lífið sjálft ... ahhhh ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home