PJ Harvey
Er einhver kvenrokkari flottari en PJ Harvey? Ég held ekki. Ég viðurkenni það fúslega að ég er kannski aðeins meiri aðdáandi Liz Phair þegar kemur að kvenrokkinu (Tori Amos, Sheryl Crow og Fiona Apple eru kannski ekki beint partur af sömu bylgju), en Polly Jean Harvey er svölust, það verður nú bara að segjast. Rid of Me er alveg fáránlega töff lag.
Cecilie Dyngeland er komin í heimsókn frá Noregi. Kom tveimur dögum eftir að gestafjölskyldan mín frá Sviss kom til landsins. Þessir dagar eru þess vegna svolítið nostalgíukast. Við erum t.d. búin að horfa á eitthvað af því mikla myndefni sem ég tók upp í Sviss og hlæja að því hvað við orum hallærisleg, þá sérstaklega ég. Gaman að því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home