7/01/2004

VOICE/OVER

Að lesa texta inn á myndefni er alls ekki jafn auðvelt og það virðist. Reyndar er það helvíti erfitt. Þótt mér finnist mér hafa tekist vel upp þá finnst mér lokaútkoman venjulega hryllileg - svona eins og Sigurður Richter á deyfilyfjum. Galdurinn er víst að maður á að brosa þegar maður talar, en það er erfitt að finna eitthvað til að brosa yfir þegar maður er lokaður inni í litlum, hljóðeinangruðum klefa sem gæti allt eins verið riggaður með gaskútum eða þaðanaf verra. Cue "Ach, nein!"-comment með rödd Rabbi Rosenbaum.

Reyndar get ég brosað yfir því að ég fékk útborgað í dag! Það er alltaf gaman að fá útborgað! Ég fór út í Kringlu áðan gallharður í ákvörðun minni um að kaupa mér eitthvað á megamixinu hjá Skífunni, en kom sjálfum mér á óvart þegar ég, með vasana fulla af peningum, fann fyrir engri löngun til að festa kaup á nokkurn skapaðan hlut. Svei mér þá. Ætli ég sé að verða duglegri með peningameðhöndlun? Hef ég lært mína lexíu í spardómi? Það er barasta aldrei að vita!

Og þó ... ég pantaði sjö hluti af Amazon.com á netinu í gær ... og 2001 ehf. er alveg svakalega spennandi kostur nú þegar ég þarf lítið að vinna á morgun ... hmmmmmmm ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home