Jerry Goldsmith er dáinn
Eitt besta kvikmyndatónskáld allra tíma er látið. Jerry Goldsmith hefur verið einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum í nokkur ár og þess vegna eru þessar fréttir vægast sagt leiðinlegar. Hann var einn af frumkvöðlum óhefðbundnar, módernískrar tónlistar í kvikmyndum og samdi mikið af betri kvikmyndatónlist allra tíma.
Ég ætla því að telja upp uppáhaldsverkin mín eftir manninn góða:
The Haunting
The Mummy
Mulan
L.A. Confidential
Congo
Basic Instinct
Total Recall
Legend
Poltergeist
Alien
The Omen
Það væri auðvitað hægt að nefna óteljandi fleiri myndir (eins og t.d. Chinatown eða Planet of the Apes) en þessi verk voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Basic Instinct, Legend og Alien eru að mínu mati fullkomnar hvað varðar tónlist. Goldsmith RIP.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home