8/27/2007

Eins og sumir hafa kannski tekid eftir tá hefur ekkert verid skrifa hér í háa herrans tíd. Núna er ég samt kominn til útlanda og hef aftur ástædu til ad skrifa eitthvad. En ekki hérna.

Nei, farid frekar á lingur.blog.is og njótid dýrdarinnar á ný!

Og já, ég veit að þetta er moggablogg en glææææætan að ég fari að kommenta á e-ar leiðinlegar fréttir. Nema þær tengist mér eða Sugababes. Þá kannski ...

1/09/2007

Frí

Ah, ?a? er svo gott a? vera í fríi. Kominn aftur á helgarrúntinn í vinnunni, skólinn ekki alveg byrja?ur, og ?a? er nákvæmlega ekkert sem ég ?arf a? gera. Ég er búinn a? ey?a deginum í a? sko?a tónleika DVD diskana mína (Moloko diskurinn er bestur - besta hljó?i? og langbesta svi?sframkoman) og drekk nú kaffi me? Irish Cream s?rópi sem ég fékk í jólagjöf frá Pennanum me? síríussúkkula?ilengu til a? d?fa ofan í. Tha niiiiice.



Ég fór á myndina Children of Men í bíó um helgina og mér fannst hún stórkostleg. Ef ég hef?i fari? í sí?ustu viku ?á myndi ég kalla hana bestu mynd sí?asta árs (sem ég sá ... ég er farinn a? fara svo sjaldan í bíó a? ég er kannski ekki mjög marktækur) og ég mæli eindregi? me? henni. (Besta mynd sí?asta árs var a? mínu mati Shortbus). Children of Men er ótrúlega spennandi og vel ger? mynd, myndatakan er ól?sanleg á köflum. Far?u a? sjá hana núna!

Ætla svo aftur í bíó í kvöld á Deja Vu eftir Tony Scott og hann einn fær mig til a? álykta ?a? a? sú mynd sé ekki ein af bestu myndum sí?asta árs. Kannski besta mynd vikunnar, e?a kvöldsins. Ég held a? ég hafi aldrei sé? Tony Scott mynd sem ég fíla?i almennilega. Hef reyndar ekki sé? The Hunger, sem er vampírumynd me? David Bowie og Susan Sarandon, svo ?a? gæti breyst. Svo hef ég líka heyrt ágætis hluti um Deja Vu. Lindu fannst hún t.d. mjög gó?, ?rátt fyrir a? hafa sofi? hálfa myndina. Ég veit ekki. Mér fannst Deja Vu me? Beyoncé a.m.k. mjög gott lag, svo kannski ?a? bo?i gó?a hluti?



e?a


?

Anna? sem ég hef veri? a? horfa á ?essa dagana og er mjög hrifinn af eru ?ættirnir Ugly Betty. ?eir eru fáránlega skemmtilegir. Fyrir utan ?a? hva? ?eir eru ?ktir og fyndnir, ?á eru inni á milli lítil smáatri?i sem ég hreinlega elska, eins og ömurlega su?ur-ameríska sápuóperan sem pabbinn er alltaf a? horfa á, e?a Justin - frændi Betty - sem er örugglega yndislegasta aukapersóna sjónvarpssögunnar sí?an Titty Kaka í Absolutely Fabulous. ?essir ?ættir eru vo?a elskulegir.

12/15/2006

Staðan

3 ritgerðir búnar. 1 próf búið.

1 ritgerð eftir. 1 próf eftir.

1239 lög með Sugababes og Girls Aloud spiluð.

20. desember er allt of langt í burtu.

12/13/2006

Enn um námið

Þar sem líf mitt snýst þessa dagana eingöngu um lærdóm, þá eru efnistök mín á þessu bloggi frekar takmörkuð.

Mig langaði bara að segja ykkur frá ritgerðinni sem ég er að skrifa núna. Ég byrjaði fyrir rúmum tveimur tímum (ó, hvað þeir liðu fljótt) og hafði þá varla hugmynd um hvað ég ætlaði að skrifa. Kveið þessari ritgerð stórkostlega.

Núna er ég búinn að skrifa alveg fullt og stend í augnablikinu frammi fyrir því að halda áfram á gagnrýnum, en þó hefðbundnum nótum (sem yrði auðvelt, því þá ætti ég bara innganginn og lokaorðin eftir) ... eða hvort ég eigi að fara í ofurgagnrýnisham og rífa í mig bók sem, ég verð að viðurkenna, mér fannst bara ansi góð.

Vegna þess að ég get það.

Eftir því sem ég skrifaði meira, því augljósara var það hverjir gallar bókarinnar voru.

Klukkan er að verða hálf tvö. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hvar eru samtímabókmenntagellurnar Guðrún og Kristín?? I need your help!!

Hins vegar get ég sagt ykkur það að á myspace blogginu mínu er kominn upp listi yfir bestu lög ársins 2006, according to me.

12/10/2006

I'm half full and my glass is empty

Núna er ég kominn í frí. Próflestrar-og ritgerðarskrifafrí, það er að segja. Sem er í raun og veru ekkert frí, bara nokkrir dagar til að læra á fullu þangað til ég byrja að vinna aftur.

Einhvern tímann ætla ég að taka mér alvöru frí. Í marga daga. Kannski meira að segja heila viku.

12/05/2006

Það er svo merkilegt

Það er svo merkilegt hvað heimalærdómur - og þá sérstaklega ritgerðarskrif - getur verið furðulegur hlutur. Í dag, til dæmis, hef ég verið að basla við að setja saman ritgerð um hryllingsmyndir á fræðilegum nótum (já, það er hægt). Stærstur hluti dagsins fór í það að vorkenna sjálfum mér fyrir þessi örlög. Ég vissi ekkert hvað ég átti að skrifa, hvar ég átti að byrja eða hvar ég myndi enda.

En stundum gerast kraftaverkin. Ég byrjaði bara að skrifa og viti menn, nokkrum tímum síðar er ég kominn með miklu meira en nóg efni - búinn með tíu blaðsíður (af tíu mögulegum) nú þegar, ekki byrjaður á inngangi eða lokaorðum, og á margt eftir að segja! Vandamálið verður að stytta þetta, ef eitthvað er. Og það besta er að þetta er allt nothæft, áhugavert (finnst mér) og skemmtilegt! Það er svo gaman þegar maður sleppir sér við skriftir og uppgötvar hluti sem maður hafði ekki einu sinni pælt sjálfur í. Núna sé ég t.d. myndir á borð við Friday the 13th og Carrie fyrir mér í allt öðru ljósi en fyrr í dag. Þetta bara fór allt að meika sens, eins og maður segir á góðri íslensku.

Og þetta er í raun og veru allt honum Arnaud að þakka, því ef hann hefði ekki vakið mig kl. 9 í morgun, þá væri ég örugglega ennþá sofandi núna ... Merci, Arnaud!

Núna virðast næstu tvær ritgerðir ekki eins hræðilegar! :D

12/01/2006

Dilemma (ekki með Kelly Rowland)

Jólaboð Eddu útgáfu eða Hrafnistubingó?

Eða bæði?

Eða hvorugt?

Eða hvað?

Úff, breskt power-popp

Ef það er eitthvað sem ég er veikur fyrir, þá er það popptónlist. Sérstaklega bresk popptónlist. Bretarnir hafa á síðustu árum náð að sameina bestu kosti poppsins og raftónlistar (electronica), svona svipað og Tori Amos var að fikta með ca. To Venus and Back, nema bara með meira stuði.

Að sjálfsögðu byrjaði þessi ást með Goldfrapp, en þau eru nú meiri listamenn en eitthvað annað og hljómurinn sem þau voru að fikta með á Black Cherry náði að smita útfrá sér í ólíklegustu hljómsveitir.

Eins og til dæmis Sugababes og Girls Aloud.

Ég get ekki hætt að hlusta á Girls Aloud. Þetta er farið að verða vandamál. Ekki nóg með það að nýja lagið þeirra (sjá myndbandið hér að neðan) sé alveg stórkostlegt og óþolandi ávanabindandi, þá er bæld ást mín á öllum gömlu lögunum þeirra farin að brjótast upp á yfirborðið eins og ég veit ekki hvað.

Hlustið bara á The Show, sem er kannski besta súper-elektróníska tyggjó-popplag síðustu ára. Eða Biology, sem er eins og þrjú lög í einu. Það er ekki hægt að kalla þessa tónlist formúlukennda. Hún er allt of furðuleg til þess. En virkar samt ótrúlega vel. Girls Aloud er mögnuð hljómsveit og það magnaðasta við hana er sú staðreynd að það fattar það enginn! (Það er reyndar lygi. Tónlistargagnrýnendur í Bretlandi eru farnir að "fatta" þær, eins og sést á því að nýja Greatest-Hits platan þeirra er að fá ótrúlega góða dóma!)

Og núna var ég að hlusta á nýja lagið með Sugababes. Easy. Omg. Þetta er bara of mikið! Byrjar frekar venjulega, ekkert spes ... svo kemur viðlagið ... omg ... og brúin ... omg omg omg ... Ekki jafnmikið stuð og Something Kinda Ooooh, en Sugababes voru líka alltaf alvarlegri og meira í "góðu" tónlistinni. Þetta er voða góð tónlist.

11/29/2006

Sneak Preview

Þið ykkar sem hafið ekkert sérstakt að gera annað kvöld ættuð að kíkja upp í Samtökin '78 í kringum kl. 9, en þá verður haldinn "fyrirlestur" um splatter myndir fyrr og síðar, muninn á því að "sjá og sjá ekki" í hryllingsmyndum o.fl. Fyrirlesarar verðum við Baldvin og munum við leggja áherslu á það að sýna ykkur ógeðið í stað þess að tala um það.



Fyrir forvitna, þá munum við sýna brot úr eftirfarandi myndum:

Psycho
The Prowler
Eyes Without a Face
Scarface
Opera
Zombi 2
The Fly
Tenebre
Haute Tension
Santa Sangre
The Evil Dead


og mögulega fleirum. Ég vona að sem fæstir hafi séð þessar myndir en að sem flestir vilji það eftir kvöldið! Komið, sækið vini ykkar, fáið ykkur öl og horfið á blóðsúthellingarnar!

Tilfinningin sú

þegar manni finnst allt í einu, eftir að hafa eytt ótal klukkutímum í að skrifa hana, ritgerðin manns vera um ekki neitt, óskiljanleg, leiðinleg og illa skrifuð.

En þá man maður að ein greinin sem maður er að notast við er það líka. Það hjálpar. Smá.

11/28/2006

Something kinda ooooh



Þetta er það sem vekur mig þegar mér leiðist lærdómurinn.

Þetta og Hrísbitar + kók.

10/18/2006

Einbeitingarleysi

Ég get ómögulega einbeitt mér að því að læra þegar sendingin mín stóra frá DVD Pacific er ekki ENNÞÁ komin! Þetta er farið að vera hálf dularfullt. Ég sé póstbílinn hérna fyrir utan á hverju kvöldi, bara hangandi og bíðandi. Ég er viss um að póstsendillinn sé að gera þetta til þess að kvelja mig. Hann situr inni í bíl hjá sér með pakkann minn við hliðina á sér og horfir í átt að eldhúsglugganum á íbúðinni minni. Situr og horfir og hlær innra með sér því hann veit að ég er fyrir innan að bíða.

Já, hlæðu bara, póstsendill! Ef ég verð ekki búinn að fá þennan pakka í síðasta lagi á mánudaginn næsta þá hringi ég í yfirboðara þína og athuga hvað í helvítinu sé í gangi! Þetta er að eyðileggja líf mitt og annarra í kring um mig. Spyrjið alla, það eina sem ég tala um er þessi pakki!

Ég held að ég sé hættur að lesa Saving Fish From Drowning eftir Amy Tan. Ekki það að bókin sé eitthvað léleg. Mér finnst ég bara hafa fengið allt úr henni sem ég þarf. Síðustu 50 blaðsíðurnar eða svo hafa verið ansi þurrar og ég verð að viðurkenna að ég hef engan áhuga á því að vita hvað gerist næst. Ég er samt meira en hálfnaður svo kannski ég haldi áfram seinna. Og ég sem var svo ánægður með hana í byrjun.

Ég byrjaði hinsvegar á Desperation eftir Stephen King í gær og hún byrjar alveg glæsilega. Lofar góðu.

En ég á ekki eftir að geta einbeitt mér að neinu þangað til pakkinn minn kemur. Let it be soon, let it be soon ...

10/10/2006

Mig langar að sjá ...

Þessar tvær heimildamyndir:

Shut Up and Sing - sem fjallar um amerísku hljómsveitina Dixie Chicks og þau hrikalegu viðbrögð sem hún fékk eftir að hafa dirfst að tala á móti George Bush og Íraksstríðinu opinberlega. Ég hef aldrei beint hlustað á stelpurnar í Dixie Chicks, enda er ég ekkert sérstaklega fyrir kántrýtónlist, en þessi mynd virðist mjög áhugaverð. Trailerinn sýnir okkur a.m.k. hversu ótrúlega langt sumir ameríkanar geta gengið í hatri sínu á einhverjum sem þeir eru ekki sammála. Alveg ótrúlegt.

Ég held alfarið með Dixie Chicks stelpunum. Þær sungu "Landslide" eftir Stevie Nicks á mjög flottan hátt og hafa spilað með Sheryl Crow, sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hlakka til að sjá þessa mynd. Svo er hún gerð af tvöfalda óskarsverðlaunahafanum Barböru Kopple (who she?!) svo þetta ætti allt að vera í fínasta lagi.

Jesus Camp - Úff. Ég er alveg viss um að þessi mynd eigi eftir að vekja álíka viðbrögð og Bowling For Columbine eða Fahrenheit 911. Hérna var kvikmyndagerðarmönnum gefið fullt leyfi til að fylgjast með "búðum" fyrir kristin börn (í Ameríku, where else) þar sem þeim er kennt að vera hermenn guðs og eru látin tilbiðja pappaspjald með mynd af George einum Bush. Ennfremur falla þau til jarðar í trúarlegu losti, gráta trúarlegum tárum og eru að frelsast hingað og þangað. Alveg niður í fimm ára krakka.

Brjálaða konan sem stendur fyrir þessu er svo rugluð að hún er að taka Gunnar-í-Krossinum á þetta allt saman og hjálpar til við að auglýsa myndina, því all-publicity-is-good-publicity. Þetta er örugglega rétt hjá henni þegar litið er á "heildarmyndina", því ég vona að þessi mynd fletti ofan af því hversu brjálaðir ameríkanar geta verið þegar kemur að svona málum. Kannski verður einhver breyting á, líklegast ekki.

10/03/2006

Aldrei of seint að meika það!

Maður fyllist bara stolti á því að sjá þetta í fréttunum!

9/30/2006

My divazzzz!



Ég var að horfa á síðasta þáttinn af Veronicu Mars - Season 1. Ég á alveg heila seríu eftir. Og þriðja serían er að byrja í næstu viku í útlandinu! Omg! Þetta er svo spennandi og skemmtilegt! Veronica Mars er orðinn einn af uppáhaldssjónvarpskarakterunum mínum ... u know, all time! Hún er þarna uppi með Mulder og Scully, The Log Lady, Newman, Patsy og Eddie og Titi-Kaka, Bunifu Latifuh Halifuh Sharifu Jackson, Silvíu o.fl. o.fl.!!! (Ég myndi bæta Horatio Cane á þennan lista en sannleikurinn er sá að ég hef bara séð einn þátt af CSI Miami ... en það var nóg). Veronica er svölust og kúluðust og bestust!

But that's in the TV-world. Sú sem er án efa svölust og kúluðust og bestust í alvöru-heiminum er Kelis Jones (a.m.k. í augnablikinu). Ég er að hlusta á alla diskana hennar shufflaða í tilefni þess að hafa keypt mér nýjustu afurð hennar, Kelis Was Here. Ég hef þessa kenningu að Kelis sé hvorki að taka sjálfa sig né tónlist sína alvarlega. Að þetta sé allt stór, mikill brandari sem fólk annað hvort skilur eða ekki. Hún er tongue-in-cheek en samt ekki of mikið, þetta má ekki fattast. En ef við lítum yfir feril hennar, útlit hennar, lög hennar (sérstaklega næstsíðasta lagið á nýja disknum), textana hennar ... þá finnst mér þetta ansi augljóst.

Ég meina, she's the bitch y'all love to hate!

Svo er Scissor Sisters diskurinn líka mjög skemmtilegur! Jei!