10/18/2006

Einbeitingarleysi

Ég get ómögulega einbeitt mér að því að læra þegar sendingin mín stóra frá DVD Pacific er ekki ENNÞÁ komin! Þetta er farið að vera hálf dularfullt. Ég sé póstbílinn hérna fyrir utan á hverju kvöldi, bara hangandi og bíðandi. Ég er viss um að póstsendillinn sé að gera þetta til þess að kvelja mig. Hann situr inni í bíl hjá sér með pakkann minn við hliðina á sér og horfir í átt að eldhúsglugganum á íbúðinni minni. Situr og horfir og hlær innra með sér því hann veit að ég er fyrir innan að bíða.

Já, hlæðu bara, póstsendill! Ef ég verð ekki búinn að fá þennan pakka í síðasta lagi á mánudaginn næsta þá hringi ég í yfirboðara þína og athuga hvað í helvítinu sé í gangi! Þetta er að eyðileggja líf mitt og annarra í kring um mig. Spyrjið alla, það eina sem ég tala um er þessi pakki!

Ég held að ég sé hættur að lesa Saving Fish From Drowning eftir Amy Tan. Ekki það að bókin sé eitthvað léleg. Mér finnst ég bara hafa fengið allt úr henni sem ég þarf. Síðustu 50 blaðsíðurnar eða svo hafa verið ansi þurrar og ég verð að viðurkenna að ég hef engan áhuga á því að vita hvað gerist næst. Ég er samt meira en hálfnaður svo kannski ég haldi áfram seinna. Og ég sem var svo ánægður með hana í byrjun.

Ég byrjaði hinsvegar á Desperation eftir Stephen King í gær og hún byrjar alveg glæsilega. Lofar góðu.

En ég á ekki eftir að geta einbeitt mér að neinu þangað til pakkinn minn kemur. Let it be soon, let it be soon ...

9 Comments:

At 4:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

láttu niður stephen king viðbjóðin og lærðu maður! ts eliot bíður.. kveðja

 
At 5:44 e.h., Blogger Lingur said...

Hmmm ... ts eliot vs. stephen king?? it's an easy fight!

hver er annars litli ljóti andarunginn?? ég má ekki við svona forvitni þegar ég þarf að læra! nú truflar mig allt!

ps. king vinnur slaginn. augljóslega.

 
At 12:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

djöfull ertu seigur að finna mig! lingur tölvunörd!!

 
At 2:13 e.h., Blogger Lingur said...

Ó, ég get allt þegar ég reyni að læra sem minnst. :p

 
At 11:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

note to lingur and trutt: ef þið byrjið á trúnó kl 18 eigiði ekki von á góðu kl 24!

 
At 12:46 e.h., Blogger Lingur said...

Omg ... tell me about it ... :/

 
At 3:05 f.h., Blogger Atli Sig said...

Hvað er í þessum pakka?

 
At 3:47 e.h., Blogger Lingur said...

Alveg fullt af dóti: Bad Dreams, Murder Rock e. Lucio Fulci, A Blade in the Dark + Macabre double feature, Femme Fatale, og svo á CD: Eye to the Telescope með KT Tunstall, From the Choirgirl Hotel með Tori Amos og Kelis Was Here :D

Og sendingin kom í gær! Jeeeeiiiii :D

 
At 6:59 e.h., Blogger Baldvin Kári said...

Sendingin er LÖNGU komin og nú mátt þú fara að blogga um eitthvað meira spennandi ... eins og naflaló.

 

Skrifa ummæli

<< Home