9/30/2006

My divazzzz!



Ég var að horfa á síðasta þáttinn af Veronicu Mars - Season 1. Ég á alveg heila seríu eftir. Og þriðja serían er að byrja í næstu viku í útlandinu! Omg! Þetta er svo spennandi og skemmtilegt! Veronica Mars er orðinn einn af uppáhaldssjónvarpskarakterunum mínum ... u know, all time! Hún er þarna uppi með Mulder og Scully, The Log Lady, Newman, Patsy og Eddie og Titi-Kaka, Bunifu Latifuh Halifuh Sharifu Jackson, Silvíu o.fl. o.fl.!!! (Ég myndi bæta Horatio Cane á þennan lista en sannleikurinn er sá að ég hef bara séð einn þátt af CSI Miami ... en það var nóg). Veronica er svölust og kúluðust og bestust!

But that's in the TV-world. Sú sem er án efa svölust og kúluðust og bestust í alvöru-heiminum er Kelis Jones (a.m.k. í augnablikinu). Ég er að hlusta á alla diskana hennar shufflaða í tilefni þess að hafa keypt mér nýjustu afurð hennar, Kelis Was Here. Ég hef þessa kenningu að Kelis sé hvorki að taka sjálfa sig né tónlist sína alvarlega. Að þetta sé allt stór, mikill brandari sem fólk annað hvort skilur eða ekki. Hún er tongue-in-cheek en samt ekki of mikið, þetta má ekki fattast. En ef við lítum yfir feril hennar, útlit hennar, lög hennar (sérstaklega næstsíðasta lagið á nýja disknum), textana hennar ... þá finnst mér þetta ansi augljóst.

Ég meina, she's the bitch y'all love to hate!

Svo er Scissor Sisters diskurinn líka mjög skemmtilegur! Jei!

4 Comments:

At 12:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veistu ég held að ég hafi klárað aðra seríu á svona hmmm tvem dögum!!!! Eeeeen smá með þetta að eins og alltaf í svona drasli þá fer það yfir þetta strik...eða þá allavegana strikið mitt...verður aðeins of eitthvað....
Hlakka til að koma síðan heim um jólin að ræða veronicu og ástarlífið hennar;)

En hei IM GOING TO ROME vorum að panta okkur far fyrir okkur bæði á 50 evrur!

Besos guapo

 
At 12:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veistu ég held að ég hafi klárað aðra seríu á svona hmmm tvem dögum!!!! Eeeeen smá með þetta að eins og alltaf í svona drasli þá fer það yfir þetta strik...eða þá allavegana strikið mitt...verður aðeins of eitthvað....
Hlakka til að koma síðan heim um jólin að ræða veronicu og ástarlífið hennar;)

En hei IM GOING TO ROME vorum að panta okkur far fyrir okkur bæði á 50 evrur!

Besos guapo

 
At 5:42 e.h., Blogger Atli Sig said...

Ég hef ekki horft á Veronica Mars og er ekki Kelis aðdáandi en ég er sammála þér að Scissor Sisters diskurinn sé ansi skemmtilegur. En hver the Log Lady? Og Bunifa...Jackson? Var Titi-Kaka í Ab Fab?

 
At 10:28 e.h., Blogger Lingur said...

Þú verður að tékka á Veronicu. Ég er orðinn alveg obsessed! Það eru allir kúl sem geta sagt "I look like Manila Whore Barbie!" :p

En hitt fólkið ... Log Lady er úr Twin Peaks, Titi-Kaka (a.k.a. Sarah) var í Ab Fab (asíska vinkona Saffy ... ekki mikið í þáttunum en óóóógeðslega fyndin þegar hún birtist) og Bunifa ... you have to see for yourself. Farðu á YouTube og skrifaðu Bunifa survivor. Funniest thing ever! :D

 

Skrifa ummæli

<< Home