9/24/2006

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin

Ég verð nú bara að segja, eftir að hafa skoðað bæklinginn um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina, að hún lítur út fyrir að vera öll hin glæsilegasta í ár. Bæklingurinn er a.m.k. þannig upp byggður að maður fær á tilfinninguna að þetta sé "alvöru" og "merkileg" kvikmyndahátíð - eitthvað sem við Íslendingar þekkjum kannski ekkert allt of vel. Hins vegar get ég ekki neitað því að ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir flestum myndanna sem verða sýndar þarna, en það er bara mitt vandamál.

Ég ætla samt að sjá Shortbus eftir John Cameron Mitchell, manninn sem ER Hedwig, og svo er ég ofsalega spenntur fyrir miðnæturbíóinu þar sem Jodorowsky myndirnar El Topo og The Holy Mountain verða sýndar. Holy Mountain meira að segja á 35mm filmu! Ég er því miður bara búinn að sjá Santa Sangre eftir þennan mann en mér fannst hún alveg mögnuð svo ég bíð spenntur eftir þessum. Og svo er líka eitthvað svo kúl við það að fara að sjá miðnætur-double-feature. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með miðnætur prógrammið hans Páls Óskars í ár. Í fyrra sýndi hann tvær klassískar hryllingsmyndir, Night of the Living Dead og The Texas Chain Saw Massacre, en núna ætlar hann að sýna styttar súper 8mm myndir og svo Barbarellu sem, þrátt fyrir marga kosti, er afskaplega lélegt dæmi um flottar myndasögumyndir þessa tíma. Hann ætti frekar að taka sig til og sýna Danger: Diabolik eftir Mario Bava, sem er miklu flottari, betri og skemmtilegri en Barbarella.

Það hlýtur þó að koma að því að fólkið sem stendur fyrir miðnætursýningunum sýni almennilegar miðnæturmyndir. Páll Óskar veit a.m.k. hvað hann er að gera með því að sýna cult b-myndir, en mér finnst svolítið hæpið að Jodorowsky sé settur í svoleiðis flokk. Ég legg til að miðnætur-double-feature næsta árs verði The Beyond + Murder Rock eftir Lucio Fulci (hvað betra til að koma sér í stuð seint á laugardagskvöldi en Murder Rock, a.k.a. Slashdance, með ótrúlegustu diskótónlist sem heyrst hefur!) eða bara Grease + Xanadu?

3 Comments:

At 9:19 f.h., Blogger Baldvin Kári said...

Sjá! Hann er risinn úr öskustó doða og bloggleysis!

 
At 9:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Verið velkomin
á dansleik í boði Samtakanna '78 og DJ Bling!

Takið frá laugardaginn 14. október fyrir glimrandi stuð. All that is in and all that was in back in the day!

Put on your red shoes and dance ...

Nánari upplýsingar síðar, en munið daginn!

Kiss kiss bang bang :*

 
At 4:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er svo sammála öllu sem þú skrifaðir!!!!
En vildi bara minna þig á það að ég sakna þín billjón trilljón væri td alveg til í sveitta gleði í kvöld með þér og láta þig peppa mig upp í því sem ég er að gera hérna...puhu...smá stressuð með skólan sko;)
Þú ert ávallt velkomin í heimsókn!
Ég vil líka fá smá fréttir með júnóv:)

 

Skrifa ummæli

<< Home