My divazzzz!

Ég var að horfa á síðasta þáttinn af Veronicu Mars - Season 1. Ég á alveg heila seríu eftir. Og þriðja serían er að byrja í næstu viku í útlandinu! Omg! Þetta er svo spennandi og skemmtilegt! Veronica Mars er orðinn einn af uppáhaldssjónvarpskarakterunum mínum ... u know, all time! Hún er þarna uppi með Mulder og Scully, The Log Lady, Newman, Patsy og Eddie og Titi-Kaka, Bunifu Latifuh Halifuh Sharifu Jackson, Silvíu o.fl. o.fl.!!! (Ég myndi bæta Horatio Cane á þennan lista en sannleikurinn er sá að ég hef bara séð einn þátt af CSI Miami ... en það var nóg). Veronica er svölust og kúluðust og bestust!
But that's in the TV-world. Sú sem er án efa svölust og kúluðust og bestust í alvöru-heiminum er Kelis Jones (a.m.k. í augnablikinu). Ég er að hlusta á alla diskana hennar shufflaða í tilefni þess að hafa keypt mér nýjustu afurð hennar, Kelis Was Here. Ég hef þessa kenningu að Kelis sé hvorki að taka sjálfa sig né tónlist sína alvarlega. Að þetta sé allt stór, mikill brandari sem fólk annað hvort skilur eða ekki. Hún er tongue-in-cheek en samt ekki of mikið, þetta má ekki fattast. En ef við lítum yfir feril hennar, útlit hennar, lög hennar (sérstaklega næstsíðasta lagið á nýja disknum), textana hennar ... þá finnst mér þetta ansi augljóst.
Ég meina, she's the bitch y'all love to hate!
Svo er Scissor Sisters diskurinn líka mjög skemmtilegur! Jei!