1/26/2005

BT er ...

... ekki uppáhaldsbúðin mín í augnablikinu!

En nóg um það. Mig langaði aðeins að tala um myndina Alexander sem ég fór að sjá á sunnudaginn. Þrátt fyrir rosalega lengd (rúmir 3 tímar), og svoldið langdregin (og hálf-tilgangslaus) byrjunar-og lokaatriði með Anthony Hopkins, þá var ég bara ofsalega ánægður með þessa mynd. Sérstaklega vegna þess að ég var búinn að heyra svo slæma hluti um hana.

Au contraire (eða hvernig sem það er skrifað ...) - myndin er ofsalega vel leikin; Angelina Jolie og Colin Farrell komu mér bæði mjög skemmtilega á óvart. Og svei mér þá ef ég neyðist ekki til að endurskoða skoðun mína á Val Kilmer, en hann stendur sig mjög vel í þessari mynd sem og í uppáhaldsmynd minni frá því í fyrra, þeirri allsvakalegu over-the-top-sensation sem kallaðist Mindhunters.

En það sem stendur uppúr Alexander, fyrir utan leikarana, er útlitið. Alexander er ótrúlega flott mynd. Myndatakan er óaðfinnanleg og litirnir sem eru notaðir ... ahhhh bara æði. Og svo notar Oliver Stone líka tæknibrellur mjög spart en alltaf mjög vel; brellurnar eru ótrúlega flottar. Ég man helst eftir alveg ótrúlegu skoti af erni í lofti sem flýgur yfir stóran bardaga. Og svo náttúrulega De Palma mómentið í lokin þegar Alexander ræðst í geðveiki sinni á fíl. Slo-mo, margt að gerast og fullkomnar klippingar ... De Palma would have been proud!

Mikið hefur verið talað um þátt samkynhneigðar Alexanders í þessari mynd, en myndin gerir samkynhneigð hans ósköp venjulega og hefur hana þarna bara matter-of-factly. Eins og hún á að vera! Tilgangslaust að eyða fleiri orðum í það, annað en að segja að ég er mjög sáttur við það að Oliver Stone hafi ákveðið að leyfa samkynhneigðinni að fljóta með þrátt fyrir hómófóbíuna í Hollywood. Ég meina þeir voru ekkert að sýna þetta í Troy, ha! (Enda var það öööööömurleg mynd!)

So, in conclusion: Alexander er geðveik mynd og ég mæli eindregið með henni. Og Oliver Stone er snillingur. Sjáið bara JFK ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home