Insomnia
Ég var andvaka alla gærnótt. Eða næstum því alla. Ég hlýt að hafa sofnað eitthvað því ég man eftir því að mig dreymdi að ég væri að reyna að sofna. Ég var sumsé mjöööög pirraður þegar ég vaknaði. Til þess að verðlauna þessa eldraun mína ákvað ég að fá mér hina alræmdu súkkulaðiköku Súfistans í hádegismat í vinnunni, en neiiiiiii þegar ég ætla að kaupa hana þá er hún bara búin! Svo ég neyddist til að borða hollan og næringarríkan hádegismat.
Hins vegar veit ég rétta ráðið við andvöku, og það er svolítið kaldhæðnislegt: nefnilega bókin Insomnia eftir Stephen King. Það er án efa leiðinlegasta bók sem ég hef neytt mig í gegnum af sjálfsdáðum. Og ég er mesti Stephen King aðdáandi í heiminum! Ég varð hreinlega að klára hana bara til þess að bæta henni í safn þeirra óteljandi King-bóka sem ég hef lesið. En guð minn góður hvað bókin er leiðinleg! Ég vildi að ég hefði haft hana við höndina í gærnótt ...
Annars gerði ég líka mjög skemmtilegan hlut í gær: fór á útsöluna í Skífunni og gerði þar góð kaup með hjálp hárrar inneignarnótu. Ég keypti eftirfarandi:
* Uh-huh-her með PJ Harvey
* Light Years - tvöfaldan safndisk með bestu lögum Electric Light Orchestra, en vantar samt Midnight Blue(!!!!!), sem var meira og minna ástæðan fyrir því að ég keypti diskinn. Svo ég dánlódaði því bara og ætla, via iPod, að magically bæta því inn á diskinn :D
* Tvöfalda bítið - tvöfaldan safndisk með Stuðmönnum! Kom sjálfum mér soldið á óvart með þessum kaupum ... langaði bara allt í einu í þennan disk :)
* Trouble in Shangri-La með Stevie Nicks ... ég held að ég hafi sagt nóg um Stevie Nicks í bili.
* Píanótónlist eftir Debussy. Þetta var bara svona ódýr budget-diskur með e-um píanóverkum eftir þennan snilling. Betra að eiga svoleiðis en ekkert!
* The Birdcage - æðisleg mynd. Nathan Lane er bestur! :D
* Taxi Driver - ótrúlegt að ég eigi ekki þessa mynd nú þegar. Enn ótrúlegra að ég hafi aldrei séð hana! (skamm skamm, Erlingur!)
Og þar með lýkur upptalningunni. Ég ætla að eyða kvöldinu í að horfa á Birdcage og hlusta á ELO. Og horfa kannski líka á mynd í Werner Herzog/Klaus Kinski settinu sem Siggi og Ragnhildur gáfu mér í síðbúna afmælisgjöf! Fer allt eftir vökustöðu og svona ...
Annars hef ég hætt við að búa til lista yfir það besta og versta í bíómyndum 2004. Það var einfaldlega ekki nógu myndum sem ég fílaði/hataði nógu mikið til að búa til slíkan lista. Hins vegar get ég sagt þetta:
* Tvær bestu myndirnar sem ég sá í ár voru án efa Eternal Sunshine of the Spotless Mind og The Saddest Music in the World. Báðar ótrúlega vel gerðar og frumlegar myndir, mæli með því að allir sjái þær!
* Mín persónulega uppáhaldsmynd árið 2004 var samt Mindhunters eftir Renny Harlin. Já gerið bara grín að mér. Þessari mynd tókst bara fullkomlega að gera það sem hún ætlaði sér og kom mér mjög á óvart. Var vel leikin, ágætlega skrifuð, mjög flott og endirinn var mjög óvæntur. Ég fílaði þessa mynd í botn!
* Tvær verstu myndir ársins voru hins vegar Troy, sem var ljót, ljót, ljót og leiðinleg stórmynd af verstu gerð, ömurlega illa leikin og ljót og leiðinleg og ljót; og The Village, sem var ekki ljót en bara hrikalega tilgerðarleg og leiðinleg. Endirinn fór ekki einu sinni í mig ... en "What is your meaning"-type línurnar fóru í mig. Og stíllinn hans Shyamalans var í fyrsta skiptið virkilega áberandi og var bara fyrir.
* Honorable mention fyrir versta endi kvikmyndasögunnar: Taking Lives með Angelinu Jolie. Ég veit varla hvort ég á að mæla með þessari mynd endans vegna eða ekki ... hann er a.m.k. ólýsanlegur í hallærisleika sínum. Myndin sjálf er skítsæmileg, jafnvel skemmtileg fyrir hlé ... en endirinn ... guð minn góður ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home