Úff, breskt power-poppEf það er eitthvað sem ég er veikur fyrir, þá er það popptónlist. Sérstaklega bresk popptónlist. Bretarnir hafa á síðustu árum náð að sameina bestu kosti poppsins og raftónlistar (electronica), svona svipað og Tori Amos var að fikta með ca.
To Venus and Back, nema bara með meira stuði.
Að sjálfsögðu byrjaði þessi ást með Goldfrapp, en þau eru nú meiri listamenn en eitthvað annað og hljómurinn sem þau voru að fikta með á
Black Cherry náði að smita útfrá sér í ólíklegustu hljómsveitir.
Eins og til dæmis Sugababes og Girls Aloud.
Ég get ekki hætt að hlusta á Girls Aloud. Þetta er farið að verða vandamál. Ekki nóg með það að nýja lagið þeirra (sjá myndbandið hér að neðan) sé alveg stórkostlegt og óþolandi ávanabindandi, þá er bæld ást mín á öllum gömlu lögunum þeirra farin að brjótast upp á yfirborðið eins og ég veit ekki hvað.
Hlustið bara á
The Show, sem er kannski besta súper-elektróníska tyggjó-popplag síðustu ára. Eða
Biology, sem er eins og þrjú lög í einu. Það er ekki hægt að kalla þessa tónlist formúlukennda. Hún er allt of furðuleg til þess. En virkar samt ótrúlega vel. Girls Aloud er mögnuð hljómsveit og það magnaðasta við hana er sú staðreynd að það fattar það enginn! (Það er reyndar lygi. Tónlistargagnrýnendur í Bretlandi eru farnir að "fatta" þær, eins og sést á því að nýja Greatest-Hits platan þeirra er að fá ótrúlega góða dóma!)
Og núna var ég að hlusta á nýja lagið með Sugababes.
Easy. Omg. Þetta er bara of mikið! Byrjar frekar venjulega, ekkert spes ... svo kemur viðlagið ... omg ... og brúin ... omg omg omg ... Ekki jafnmikið stuð og
Something Kinda Ooooh, en Sugababes voru líka alltaf alvarlegri og meira í "góðu" tónlistinni. Þetta er voða góð tónlist.