Sneak Preview
Þið ykkar sem hafið ekkert sérstakt að gera annað kvöld ættuð að kíkja upp í Samtökin '78 í kringum kl. 9, en þá verður haldinn "fyrirlestur" um splatter myndir fyrr og síðar, muninn á því að "sjá og sjá ekki" í hryllingsmyndum o.fl. Fyrirlesarar verðum við Baldvin og munum við leggja áherslu á það að sýna ykkur ógeðið í stað þess að tala um það.

Fyrir forvitna, þá munum við sýna brot úr eftirfarandi myndum:
Psycho
The Prowler
Eyes Without a Face
Scarface
Opera
Zombi 2
The Fly
Tenebre
Haute Tension
Santa Sangre
The Evil Dead
og mögulega fleirum. Ég vona að sem fæstir hafi séð þessar myndir en að sem flestir vilji það eftir kvöldið! Komið, sækið vini ykkar, fáið ykkur öl og horfið á blóðsúthellingarnar!
