1/03/2006

Besta og versta

Það gera þetta allir og ég hef gert þetta undanfarin ár, svo af hverju ekki núna? Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi vegna þess að ég fer svo sjaldan í bíó núorðið og eiginlega bara á myndir sem ég held að ég fíli. Mestmegnis er ég fastur í eöum eldgömlum, löngu-gleymdum evrópskum hryllingsmyndum. But that's just me. Eftirfarandi er það sem mér fannst standa upp úr á árinu.

Bestu myndir ársins 2005
(Í stafrófsröð):

Batman Begins - Ég er nýbúinn að horfa á þessa mynd aftur og hún er eiginlega fullkomin. Fullkomin að því leyti að hún gerir allt sem svona mynd ætti að gera og gerir það vel. Að mínu mati eru þau Cillian Murphy og Katie Holmes sigurvegarar myndarinnar, en ég er svolítið skrítinn ...

The Descent - Besta hryllingsmynd ársins og ein af langbestu myndum ársins. Ég man hreinlega ekki eftir öðru eins í bíói. Úffúffúff!

King Kong - Þrír klukkutímar fullir af góðu efni. Þeir sem segja annað eru (að mínu mati) að leita eftir hlutum til að gagnrýna í stað þess að njóta myndarinnar. Mig langar að sjá þessa aftur og aftur og aftur!

Serenity - Skemmtilegasta mynd ársins! Punktur! Flott og spennandi og full af gleði sem hrífur mann með sér. Ég veit ekki hvort maður verður að hafa séð Firefly þættina til að fíla myndina, en ég mæli með því að sem flestir gefi báðum fyrirbærum sjens.

Sin City - Án efa langflottasta og svalasta mynd ársins. Ótrúlegt útlit og góðar sögur = frábær skemmtun.

Runners up (mestmegnis af því þær komu svo á óvart ...)

Alexander - Kannski ekki fullkomin ... en alveg nógu góð fyrir mig.
Devil's Rejects- Blóðsúthellingar í '70s exploitation stíl. Persónulega þá er ég meira fyrir "alvöru" '70s exploitation og finnst að Rob Zombie ætti að reyna við eitthvað nýstárlega, en honum tókst ágætlega upp (gekk kannski of langt á köflum) og atriðin með Mother Firefly eru alveg þess virði að sjá!
House of Wax - Ég var svo búinn að afskrifa þessa mynd, enda hafði hún ekkert sér til málsbóta út á við: Endurgerð af klassískri mynd með Vincent Price og með Paris Hilton í aðalhlutverki. En viti menn! Hún er bara endurgerð að nafninu til ... og Paris er bara alls ekkert pirrandi. Skemmtilega nasty og flottur þriller.
Kiss Kiss Bang Bang - Ótrúlega sniðug og fyndin mynd sem eiginlega enginn sá ...
Phantom of the Opera - Ekki hægt að útskýra þetta ef þið skiljið það ekki fyrir ...
War of the Worlds - Mér finnst Spielberg vera að ná sér upp úr ákveðinni lægð upp á síðkastið. A.I., Minority Report og svo þessi eru saman ágæt þunglyndisþrenning.

Verstu myndir ársins 2005

The Ring 2 - Oj.
Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous - Oj sem hefði getað verið æði. Sjáið bara undirtitilinn!!!

Vonbrigði ársins:
The Corpse Bride - Eftir langa, langa bið eftir einhverju í líkingu við The Nightmare Before Christmas fáum við loksins þessa mynd ... og hún er meira í líkingu við ... rusl.

Bestu geisladiskar ársins 2005:

1. Goldfrapp - Supernature
2. Fiona Apple - Extraordinary Machine
3. Tori Amos - The Beekeeper
4. Liz Phair - Somebody's Miracle
5. The Cardigans - Super Extra Gravity

Svo fannst mér líka Breakaway með Kelly Clarkson voooða skentleg plata.

Manneskja ársins
Silvía Nótt. Hver önnur, skiluru?

7 Comments:

At 6:08 e.h., Blogger Atli Sig said...

Mér fannst King Kong ekki nógu skemmtileg ekkert endilega af því ég var að leita að hlutum til að gagnrýna heldur einfaldlega af því hún gerði heilmargt vitlaust og margt sem fór í taugarnar á mér. Hún var svosem allt í lagi en mér fannst fátt eftirminnilegt við hana. Óeftirminnilegir karakterar, bleh samtöl, óhófleg lengd og hún bara snart mig ekki. Svo held ég að ég sé ekki það mikill PJ fan. LOTR eru fáránlega ofmetnar að mínu mati og mér fannst Bad Taster og Braindead bara svona allt í lagi. Aftur á móti elska ég Heavenly Creatures og The Frighterners. Skrítið.

p.s: Þú verður að lána mér The Descent!

 
At 6:18 e.h., Blogger Atli Sig said...

Og eitt enn: Hvernig fannst þér The Life Aquatic With Steve Zissou og I Heart Huckabees?

 
At 9:52 e.h., Blogger Lingur said...

Sá hvoruga ... :/

 
At 4:48 f.h., Blogger Atli Sig said...

Slappur. Ég á báðar, skal bara lána þér þær!

 
At 11:03 e.h., Blogger Spookyo_O said...

ég er mestmegnis sammála þessari skýrslu nema hvað að mér fant batman begins ekkert spes og mér fant aumingja scarecrow koma illa útúr þessu, alger aumingi í myndinni en er frábær character til að gera að alvöru illmenni... *hristir hausinn í vonbrigðum* og ég verð að segja að corpse bride var bara frekar fín, MIIIIIIIKLU rólegri og meira mellow en tnbc en persónusköpun náði langt og hann fínstillti margt en ég neita því ekki að betur hefði getað farið.

 
At 11:49 e.h., Blogger Lingur said...

Lessurokk?! Djísus! Ég veit ekki hvort ég á að hlæja, gráta eða vera móðgaður.

En Goldfrapp rúlar. Finndu þér "Satin Chic" eða "Strict Machine" og hlustaðu á hæsta volume sem þú þolir og segðu mér svo að þau séu ekki kúl ;)

 
At 1:53 f.h., Blogger Atli Sig said...

Ég er ekki með sama tónlistarsmekk og Erlingur en ég er þó sammála því að Goldfrapp rúlar. Held að flestir ættu að geta fílað hana.

Ein spurning til þín Erlingur, fílarðu enga tónlist þar sem karlmaður syngur? :D

 

Skrifa ummæli

<< Home