12/10/2005

Magnaður dagur, eða "Dagurinn frá helvíti.

Ég vaknaði í morgun með smá hálsbólgu en ekki það mikla að hún myndi hafa áhrif á síðasta prófið mitt í háskólanum þessa önn, prófið sem ég myndi taka eftir ca. 90 mínútur. Ég fékk mér kaffi og hálsbólgan lagaðist.

Það ringdi fyrir utan. Ég ákvað að fara út með regnhlífina mína. Þar sem ég vissi líka að ég myndi ekki komast heim eftir próf, heldur fara beint í vinnu og þaðan beint í 20 ára afmæli Samfés (don't ask), þá ákvað ég að taka flotta flauelsjakkann minn með - þennan úr sléttu flaueli sem kostaði morðfjár í Jack and Jones. Svo skýldi ég jakkanum undir regnhlífinni.

Sem ég geng þessa stuttu vegalengd að aðalbyggingu HÍ þá sé ég gríðarstóran poll á gangstéttinni. Ég hef um tvennt að velja: ganga yfir pollinn og blotna kannski smá - eða ganga á grasinu við hlið stéttarinnar, en það er einnig gegnsósa regnvatni. Ég vel fyrri kostinn. Ömurleg tilviljun veldur því að regnhlífin mín flækist í trjágrein sem verður til þess að ég, í þreytu minni og dösun, misstíg mig og dett niður í stöðuvatnið sem liggur á stéttinni fyrir framan mig. Flauelsjakkinn fer náttúrulega fyrst ofan í.

En frábær byrjun á deginum.

Og svo versnaði hann.

Ég mætti í prófið. Fékk í smástund panic-attack vegna þess að ég hélt að ég hefði gleymt pennaveskinu mínu heima. Fann það samt og settist niður í sætið mitt. Og þá byrjaði það. Kvefið frá helvíti. Ímyndið ykkur versta kvef sem þið hafið haft, mesta nefrennsli sem þið hafið haft og ekkert til að stöðva það. Og ímyndið ykkur að þurfa að lifa við það í þriggja klukkutíma löngu prófi. Þetta var HELVÍTI! HELVÍTI! Ég ætla ekki einu sinni að fara út úr grófar lýsingar, en trúið mér - þær væru grófar. GRÓFAR!

Prófið gekk samt ágætlega, miðað við aðstæður. Mér tókst samt að gleyma gemsanum mínum í prófstofunni og þurfti að fara til baka og sækja hann. Sem væri ekki forsögum færandi ef ekki hefði verið fyrir það að ég nokkrum mínútum síðar uppgötvaði ég að ég hafði líka gleymt regnhlífinni minni í prófstofunni. Niðurlæging mín var algjör. Ég sendi Berglindi sambókmenntafræðinemanda mínum sms og bað hana um að taka hana fyrir mig.

Svo fór ég að vinna og komst að því að Unnur Birna varð Miss World. Til hamingju Unnur Birna!

Mér varð að orði komist síðar um kvöldið að þegar ég heyrði þessar fréttir þá fyrst missti ég andann, svo andlitið og síðast vatnið. Það hlógu fáir. En ömurlegur dagur.

5 Comments:

At 3:43 f.h., Blogger Atli Sig said...

Fall er fararheill!

 
At 1:55 f.h., Blogger Baldvin Kári said...

Ég hefði hlegið. En ég er líka kjáni.

Ps. þú skildir kaffivélina eftir í gangi um morguninn.

 
At 11:41 f.h., Blogger Lingur said...

Já ... svo að ... þú gætir fengið þér kaffi ... já!

 
At 2:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju þurfa svona dagar að vera til! En þetta er samt alveg smá fyndið (ábyggilega líka fyrir þig eftirá) kossar og knús frá ííííííískalda spánarlandinu burrrrr...
Katrín

 
At 7:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ þú átt alla mína vorkunn!!! Greyið þú! ég hef einmitt átt svona dag... einn dagur sem engin útskýring er á önnur en vitlausu megin frammúr kenningin! Nánar á bloggi mínu. Gleðileg jól!

 

Skrifa ummæli

<< Home