12/08/2005

Tónlist eða tónsorp?

Áðan var ég að hlusta á Létt 96.7 þegar byrjar jólalag sungið af konu sem ég kannast ofsalega við röddina í. Ég spyr Baldvin hvort hann þekki hana. Hann neitar því en við erum þó báðir sammála um að þetta sé mjög Idol-legur flutningur á laginu (Have Yourself a Merry Little Christmas), með tilheyrandi ýktum stunum og óþarfa flækjum. Mér dettur helst í hug Diana DeGarmo ... en nei, eitthvað er að ... ég þekki þessa rödd betur.

Og þá lýstur því í huga mér, þessari skelfilegu uppgötvun. Þetta er ekki einhver amatör-Idolstjarna. Þetta er Christina Aguilera. Hvað er orðið um þessa stúlkukind? Hún sem var með svo fallega rödd og tókst venjulega að beita henni rétt. Núna er hún fallin í fúla gryfju Idol-áhrifa og farin að hljóma eins og annars flokks wannabe. Í alvöru. Þetta var flutningur í stíl og anda Jessicu Simpson, sem tókst að væla sig með yfirþyrmandi tilþrifum í gegnum Angels-lagið hans Robbie Williams og svo mellu-hvísla sig í gegnum These Boots Are Made For Walking.

Þessar aumingja stúlkur hafa góða rödd en enga stjórn á henni og það á ekki að leyfa þeim að leika lausum hala í stúdíóum, það veldur þeim sjálfum skaða sem og eyrum hlustenda.

Annars hef ég verið upptekinn undanfarið við prófundirbúning. Eitt próf er búið og gekk mjög vel, hitt er á laugardaginn! I can't wait, I can't waiiiiiit!

1 Comments:

At 8:28 e.h., Blogger Baldvin Kári said...

Meinarðu ekki Christina Aguilhóra? ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home