3/24/2006

Síðasta bloggið um Silvíu Nótt

(Þangað til 18. maí ...)



Ég, ásamt greinilega öllum öðrum á landinu (þar á meðal mömmu og ömmu), fékk sent í email í dag myndbandið við lagið "Congratulations" með Silvíu Nótt. (Ég geri ráð fyrir því að titill enska lagsins sé "Congratulations" án þess að hafa hugmynd um það.) Og ... vá. Vá.is. Vá.is í 10. veldi.

Í þessu myndbandi er það sem mér hefur fundist vanta í íslenska kvikmyndagerð frá, ja, upphafi: glamúr, litir, ýktir og yfirgengilegir, kvikmyndagerð með "tounge-in-cheek" (er til e-r góð þýðing á þessu hugtaki?) og tekur sig engan veginn alvarlega. Til hamingju allir þeir sem stóðu að gerð myndbandsins. Ég hlakka til að sjá það í "fullum" gæðum í Sjónvarpinu í kvöld og vænti þess að svo verði gefin út DVD-smáskífa með íslensku og ensku útgáfunni af laginu og myndbandinu líka. Með attitjúdið hennar Silvíu held ég að hún eigi góða möguleika á því að ná langt - EF hún kemst áfram í forkeppninni, en ég er hræddastur við allt það batterí.

Og svo finnst mér enska þýðingin líka mjög skemmtileg. Heldur húmornum án þess að vera of trú íslenskunni (þó svo mér finnist margt keimlíkt minni eigin þýðingu sem birtist hér fyrir ekki alls löngu. Á maður að taka Kristján Hreinsson á þetta? Ha? Haaaaa????) Í nýju þýðingunni haldast skotin á hallærisleika eurovision og "eurotrash", á hversu gay þessi keppni er orðin, og hversu óeðlilegan áhuga Ísland hefur á keppninni og keppendum. Hins vegar finnst mér leiðinlegt að ekkert varð eftir af uppáhaldslínunni minni: "Og hinar tíkurnar / eru bólugrafnar / en ég er hrein mey!" Það, ásamt óþolandi leiðinlegum og pirrandi aukapersónunum Romario og hinumþarna, er það eina sem ég er ekki 100% ánægður með. Samt alveg 99% ánægður ...

Reyndar er ég ansi vongóður vegna þess að mamma, pabbi og Steinunn verða í Bandaríkjunum yfir Eurovisionhelgina. Síðast voru þau (og ég, reyndar) í Bandaríkjunum yfir Eurovisionhelgina þegar Selma okkar yndisfríð komst í annað sætið með All Out Of Luck. Do you see a pattern emerging here? Ég vona það!

7 Comments:

At 5:59 e.h., Blogger Kelvin said...

Kia Ora (Hello) from a blogger in New Zealand. I was surfing the blog world when your blog popped up. The only words I know are the english ones.Your blog is the first I have seen from Iceland.

 
At 8:40 f.h., Blogger Baldvin Kári said...

En gaman að fá svona óvænta heimsókn! Allavegananana... áfram Silvía!! :)

 
At 1:56 f.h., Blogger Atli Sig said...

Maður vill samt eiginlega ekki að hún vinni því þá þarf Ísland að halda keppnina og það er bara waste of money. Eitt af topp 5 sætunum væri samt kúl. Verður kannski meiri sigur ef Sylvia Night verður fræg um alla Evrópu!

 
At 8:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, veistu allir textar sem ég hef séð segja: en ég er hrædd mær!! ekki hrein mey! ótrúlegt en satt... mér fannst þín þýðing nú samt suddalega flottari! ;)

Luv luv

 
At 10:13 f.h., Blogger Lingur said...

Híhí, takk fyrir það ;)

 
At 7:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»

 
At 12:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home