2/28/2006

Varúð! Lífshætta!

Ef marka má fréttaflutning Kompáss á NFS þá ættum við öll að drífa okkur í Bónus og birgja okkur upp, grafa neðanjarðarskýli, halda okkur þar - eða a.m.k. innandyra -, forðast öll samskipti við aðrar mannverur og koma ekki nálægt Tjörninni í Reykjavík.

Vissi ég ekki betur, þá héldi ég að fuglaflensufaraldurinn væri nú þegar búinn að stökkbreytast og hálft mannkyn sjúkt og deyjandi.

Ég veit hins vegar betur. Og NFS veit líka betur. Held ég.

Af einhverjum ástæðum langar mig ofsalega að lesa aftur The Stand eftir Stephen King núna þegar þessi umræða er að ná yfirdrifnu hámarki. Þar deyr 90% mannkyns úr svokallaðri ofurflensu. Kannski er hægt að líta á bókina sem einhverskonar handbók fyrir eftirlifendur, miðað við nútíma aðstæður.

En nei, í alvöru. Getur fréttafólk ekki bara haldið kjafti um þessa fuglaflensu? A.m.k. þangað til hún verður í alvörunni hættuleg mönnum?!

6 Comments:

At 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, hvað ég er sammála þér! Þessi Kompássþáttur fór óendanlega mikið í taugarnar á mér. Mér finnst heldur ótímabært að spá því að hálf þjóðin muni deyja úr sjúkdómi sem er ekki einu sinni til! Fyndið að þú skyldir minnast á The Stand. Ég var einmitt að horfa á myndina um helgina. Eins gott að byrja að undirbúa sig strax...

 
At 9:47 e.h., Blogger Lingur said...

Er þetta tilviljun? Nei, ég held ekki! Stephen King er hinn nýi Spámaður og The Stand er hin nýja Biblía! ;)

 
At 4:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

johanna sagdi

einmitt!!! einmitt!!!

vid erum bara ad verda eins og kaninn. Vid tryfumst a allskonar heilatvotti um hættur og hvad GÆTI gerst.

Tetta er ordid of mikid!

eg sa ekki kompas en eg segi bara ut fra tvi sem er ad gerast her i danmorku, tar sem ognin er "ennta nær" og folk heldur ad eg deyi bara, ad vid turfum adeins ad slaka a... tangad til ... eins og erlingur segir... alvoru hætta herjar ad!

ps. hver var hofundur ljodanna i bokinni hans baldvins.... ah... eg se ad hann bloggar her til hlidar a sidunni tinni... eg spyr hann)

 
At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér skilst á einhverjum merkum vísindamanni að líkurnar á því að fá fuglaflensuna séu jafn miklar og að vinna í lotto í Bretlandi....eða ég vil allavegana trúa því....það var víst einhver frakki að greinast með veikina... mér finnst það aðeins of nálægt eitthvað.
kossar og ertu að fara til London?

 
At 1:54 f.h., Blogger Lingur said...

Ekki amk á þeim tíma sem ég hélt að ég væri að fara, en vonandi samt e-n tímann í vor/sumar ;)

 
At 12:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En þetta stendur nú allt saman líka í Biblíunni... held bara að Stephen kallinn hafi fengið góða hugmynd þaðan.

 

Skrifa ummæli

<< Home