Sirkús og krútt og þessháttar
Hvað er málið með Sirkús? Sjónvarpsstöðin Sirkús. "Tímaritið" Sirkús. Miðbæjarrottuútibúið Sirkús. Ljóðabókin Sirkús. Sirkús Sirkús! Er ég að missa af einhverju, eða eru Íslendingar hallærislegri en ég leyfði mér að halda?
Þetta er náttúrulega hin svokallaða "krúttkynslóð". Guð, ef það er eitthvað sem fer meira í taugarnar á mér en "krúttkynslóðin" sjálf þá er það þetta nafn sem búið hefur verið til á hana. Krútt. I think not! Það er meira að segja tónleikafestival einhversstaðar úti á landi 6. ágúst sem ber nafnið Krútt. Þar fer fremst í flokki krúttsveitin Múm. Einnig krúttsveitin Hudson Wayne. Krútttónlistarmenn hafa mikið gaman af því að gefa út geisladiska í hulstrum með myndum eftir annað hvort sjálfa sig eða 6 ára frændur sína. Og ef mamma fæst til að sauma nokkur spor í hulstrið (til að gera það "krúttlegra") þá er það merki um stóra hluti.
Ekki skil ég samt hvernig nokkurri manneskju dettur í hug að fara á Krútttónlistarhátíð sama kvöld og Gay Prider er í Reykjavík! Hvað er í gangi?! Talk about bad timing, man!
Það er bara eitthvað við krúttkynslóðina ... þessa svokölluðu individjúalista sem virðast ekki gera sér grein fyrir því að þau eru ÖLL EINS! Þau klæðast öll sömu fötunum úr (chose one of the following:) Spútnik/Illgresi/Ranimosk/Rauða Kross búðinni/Hjálpræðishersbúðinni, hlusta öll á sömu krúttlegu tónlistina, lesa öll sömu krúttlegu ljóðin, og hafa öll sömu krúttlegu vinstri grænu skoðanirnar. Ef þið eruð ekki AÐ MINNSTA KOSTI vinstri græn þá eruð þið ekki krútt. Þið Samfylkingarfólk eruð way to mainstream fyrir krúttin. Ég hitti finnskan stílista í Noregi sem var þúsund sinnum meiri individjúalisti en öll krúttkynslóðin til samans (hoho, en kaldhæðið, ekki?) - OG hann er líka miklu meira krútt en þau öll! Hafiði það! Og hann gekk bara í fötum sem voru ekki meira en tvö season gömul og notaði ekki færri en 7 hárvörur, og 15 á góðum degi. Hann var reyndar með hárgreiðslu sem var "at least 3 years ago", en þar sem hann var individúalisti (individualism is the first trend of the 21st century) þá var það leyfilegt.
Ég ætlaði nú ekki að skrifa svona mikið, en guð hvað mig langaði að koma þessu frá mér!
1 Comments:
thad er fint ad tja sig ekk lata thetta fara of mikid fyrir brjostid a ther theeta lifur hja eins og annad
Skrifa ummæli
<< Home