7/01/2005

Merkilegt

Það er svolítið merkilegt, finnst mér, hvað stóru sumarmyndirnar í ár eru góðar. Ekki bara skemmtilegar, heldur GÓÐAR. Batman Begins var t.d. alveg stórglæsileg og æðisleg og svo er það núna War of the Worlds sem ég sá á miðvikudaginn. Ég get nú ekki í hreinskilni sagt að það hafi verið skemmtileg mynd því hún var hrikalega niðurdrepandi. En voðalega vel gerð og flott. Dakota Fanning er líka mögnuð leikkona. Tom Cruise fer ennþá í taugarnar á mér, þó svo að upp á síðkastið sé það vegna þess að hann lætur eins og hálfviti í fjölmiðlum.

Svo er ég ofsalega spenntur fyrir Sin City sem kemur um næstu helgi. Hún verður eflaust mögnuð.

Í vinnunni er ekkert að gera. Eeeeekkkkkeeeeert. Ég sit og hlusta á Xanadu. "We are in Xanadu". I wish. Er svo að fara á eftir að horfa á vídjó með e-um mannskap. Þar verður hægt að velja úr fjórum myndum: Love and Death eftir Woody Allen, Cape Fear, Basic Instinct og Schindler's List. Mér fannst rétt að reyna að höfða til allra. Það skal þó tekið fram að það var beðið um að ég tæki Schindlerinn með, þó svo ég sé ekki alveg viss um af hverju einhverri manneskju ætti að langa til þess að eyða föstudagskvöldi í þriggja tíma þunglyndiskasti. Samt góð mynd.

Og orð dagsins, vikunnar og mánaðarins koma af vörum Stevie Nicks: "It's better to have loved and lost than to never ever love at all." Ekki?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home