4/26/2006

Viðurstyggð

Ísland er ekki viðbúið svölustu hljómsveit komandi ára: Viðurstyggð. Ég er að hlusta á tvö mögnuð lög sem þessar stelpur sömdu (og hann faðir vor var svo fantagóður að pródúsera, pro bono) og get ekki orða bundist. This is the new shit, eins og Marilyn Manson sagði um daginn.

Svo er búið að gera mig að 9/11 conspiracy-theory nörda. Takk Stefán. Nei í alvörunni, ég var að horfa á heimildamynd um allt þetta dæmi og fyrstu 10 mínúturnar sannfærðu - já SANNFÆRÐU - mig um að við vitum ekki allan sannleikann og það sem við höldum að við vitum er bara bull og vitleysa. Ég meina, staðreyndavillurnar sem Bush-stjórnin hefur látið eftir sér eru ótrúlegar og svokallaðar staðreyndir um málið eru sumar hverjar vísindalega afsannaðar í þessari frábæru mynd. Ég á hana á disk ef einhver vill fá kópíu, annars heitir hún Loose Change og er örugglega hægt að finna hana á netinu.

Sem dæmi:
* Flugvélin sem átti að hafa hrapað á Pentagon: Ómögulegt að farþegaflugvél gæti skilið eftir svona lítið gat. Svo var aldrei neitt brak í rústunum, það átti að hafa bráðnað. Vapóríseraðist. Samt fundust lík í rústunum. Hmmmm ...

* Það er einnig afsannað að flugvélarnar sem lentu á WTC gætu hafa valdið hruninu, fyrir utan það að það sjást margar sprengingar ANNARS STAÐAR í turnunum þegar þeir falla til jarðar. Svo er aldrei minnst á Byggingu 7, sem er annar partur turnanna, mun minni og stendur e-r hundruð fet frá hinum. Hann féll líka til jarðar, þó svo ekkert hrapaði á hann og þó svo byggingarnar í kringum hann hafi staðið.

* GSM-hringingarnar sem áttu að hafa komið frá fólkinu í flugvélunum ... Það er næstum því ómögulegt að hringja úr GSM símum úr þessari lofthæð, hvað þá í 25 mínútur. Og mynduð þið kynna ykkur með fullu nafni þegar þið hringduð í mömmu ykkar?

* Flug 93, flugvélin sem átti að fara á Hvíta húsið en farþegarnir um borð náðu að yfirbuga hryðjuverkamennina og brotlentu, brakið af henni fannst aldrei. Hvað þá lík farþeganna. Það eina sem "fannst" var hola í jörðinni með málmi ofan í. Ekki einu sinni reykur. Og þessi brotlenta flugvél hefur meira að segja SÉST eftir að hún hrapaði!

* Hryðjuverkamennirnir sem áttu að hafa flogið flugvélunum, og þar af leiðandi dáið með þeim ... a.m.k. 9 þeirra hafa fundist Á LÍFI út um víða veröld, flestir tengjast engan veginn hryðjuverkum á neinn hátt og eiga það eitt sameiginlegt að vera með "múslimskt" útlit.

Það er FULLT meira í þessari mynd, en þessi atriði slógu mig mest þegar ég horfði á hana. Það verður pottþétt gerð WTC mynd í anda JFK eftir 20 ár. Ég vildi bara að Oliver Stone væri ekki að gera myndina sem hann er að gera núna. Hann hefði átt að bíða aaaaðeins.

Ooooog til að ljúka þessari færslu (vá, ég ætlaði svo EKKI að fara að tala um 9/11) þá langar mig að benda á þáttinn Project Runway, sem er svona raunveruleikaþáttur með fatahönnuðum. Var að sjá einn solls áðan (minn fyrsta, reyndar) og mér fannst hann æði! Ógó skemmtó fólk skiljiði!

11 Comments:

At 9:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég ætla ekkert að tjá mig um þetta 9/11 dæmi hérna, þó þetta séu góðir punktar sem þú nefndir;).....en ég ætlaði að segja annað...
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!! :)
love u:*

 
At 12:12 e.h., Blogger Baldvin Kári said...

Já, til hamingju með afmælið!

Samt sit ég bara hérna í næsta herbergi...

Já, og Project Runway er æðipæði! :)

 
At 4:07 f.h., Blogger Atli Sig said...

Hmm þá er United 93 kannski ekki svo "sannsöguleg" mynd. Hún er samt að fá alveg geðveikt góða dóma þannig að ég er spenntur fyrir henni, síðan hvenær eru kvikmyndir raunsæar hvort eð er?

 
At 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið í fyrra dag frá Barcelona!!!
Beeesooos

 
At 2:45 f.h., Blogger Ragnheiður Sturludóttir said...

Sjitt, þú verður að hitta hann Þorleif (a.k.a. Tobbia). Hann er aaaaaalltaf að tala um þetta!

 
At 2:46 f.h., Blogger Ragnheiður Sturludóttir said...

Æji, þetta átti að vera Tobbi..

 
At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Allir þessir punktar fyrir ofan eru ósannir. Nei, í alvöru. Þetta er einfaldlega rangt.

Farþegaflugvél skilur ekki eftir stærra gat því það er bara skrokkurinn sem myndar gatið, vængir bókstaflega verða að engu við svona árekstur. Það fannst hellings brak úr vélinni sem flauga á Pentagon.

Það sjást ekki margar sprengingar þegar tvíburaturnarnir hrynja. Það sem sést er drasl sem feykist út úr byggingunni undan þrýsting sem myndast þegar hæðirnar fyrir ofan skella niður. Bygging sjö hrundi vegna bruna og skemmda á burðarsúlum vegna brakst úr turnunum.

Það er ekkert mál að hringja úr gsm síma úr flugvél svo lengi sem gsm loftnet er á jörðu nálægt svæðinu. Auk þess eru símar í flugvélum sem hægt er að hringja úr.

Brakið af flugvél 93 fannst nákvæmlega á þeim stað þar sem hún hrapaði til jarðar. Flugvélin hefur ekki sést eftir að hún hrapaði. Þetta er uppspuni.

Engir þeirra manna sem sakaðir voru um að hafa rænt vélunum hafa fundist, þetta er einfaldlega uppspuni.

Það getur verið gaman að samsæriskenningum, þar til fólk fer að trúa þeim.

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Here are some links that I believe will be interested

 
At 5:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

 
At 11:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

 
At 3:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, allir ættu að horfa á þessa mynd, þ.e.a.s loose change og lesa síðan meira um þetta. Loose change er góð en þó er fullt af fleiri atriðum sem eru að opinberu sögunni en koma fram í henni. Terror Storm er nýjasta mynd Alex Jones og er mjög fín. Það fer ekki á milli mála, þetta þarf að rannsaka aftur og þegar það gerist verður allt vitlaust vegna hlutanna sem koma í ljós. Þetta er ekkert grín.

 

Skrifa ummæli

<< Home