Paris Hilton er blind
Ég hef ekkert sérstakt á móti Paris Hilton. Reyndar finnst mér hún skemmtilegur karakter og var því ekkert óspenntur að heyra nýju smáskífuna hennar, Stars Are Blind, sem er undanfari væntanlegrar plötu með dömunni.
En nei, hún Paris er ekki alveg að gera sig sem söngkona. Hæfileikar hennar á því sviði eru svipaðir og leikhæfileikar hennar: hún stendur sig ekkert illa en hún er afskaplega dauf og ómerkileg. Svo hjálpar það ekki að lagið virðist vera 80% stolið frá gömlu UB40 lagi sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Myndbandinu tekst meira að segja að gera frk. Hilton ljóta og ömurlega. Count me unimpressed.
Ég ætla ekki að kaupa diskinn hennar Parísar. En ég ætla að downloada honum. :)
4 Comments:
Mér finnst myndbandið kostulegt nákvæmlega eins og ég myndi vera í mínu myndbandi þegar ég verð fræg ;)
Þetta er svona í anda Peter Andre Misterious girl....move your body close to mine ég gleymi honum aldrei!
Annars hlakka ég ótrúlega til að hitta þig eftir mjög stuttan tíma kjus kjus
Ó Katrín, ég skal gera geggjað flott vídjó fyrir þig. Þú mátt spóka þig eins og þú vilt í Nauthólsvíkinni! ;) Hlakka sömuleiðis til að hitta þig! Þú verður svo að hrista aðeins upp í djammandanum hjá okkur Eymingjum! hohoho :p
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»
Skrifa ummæli
<< Home